Ákveðið hefur verið að bjóða félagsmönnum að taka með sér gest/i á Nesvöllinn gegn lægra gjaldi eða því sem nemur 50% af venjulegu gjaldi skv. gjaldskrá.
Þannig getur hver félagsmaður boðið með sér allt að þremur gestum á ákveðnum dögum og tímum (sjá neðar)
Reglur:
„vinir á ferð“ mun gilda föstudögum, laugardögum og sunnudögum eftir kl. 14.00 og gildir fyrir 9 holur (kr. 5.000 ef það eru 18 holur). Vinsamlegast biðjið starfsfólk ekki um að fá að nota það á öðrum tímum.
Nauðsynlegt er að félagsmaður sé með í för þegar greitt er fyrir gest/i í afgreiðslu.
Athugið að ef bókað er fyrir gesti með meira en eins dags fyrirvara leggst við forbókunargjald skv. gjaldskrá klúbbsins, kr. 1.000.- fyrir hvern rástíma.