Vinir á ferð

Stjórn Nesklúbbsins samþykkti nýverið að bjóða félagsmönnum að taka með sér gest/i á Nesvöllinn gegn lægra gjaldi eða því sem nemur 50% af venjulegu gjaldi skv. gjaldskrá.

Þannig getur hver félagsmaður boðið með sér gesti í þrjú skipti og er heimilt að nota það allt í einu eða á þremur mismunandi dögum.

Allir félagsmenn í fullri aðild fengu send klippikort merkt nafni hvers og eins með pokamerkinu sínu.  Þessu klippikorti þarf að framvísa í veitingasölu eða á skrifstofu þegar það er notað.

Reglur:

„vinir á ferð“ mun gilda föstudögum, laugardögum og sunnudögum eftir kl. 14.00 og gildir bæði fyrir 9 eða 18 holur í hvert skipti.  Vinsamlegast biðjið starfsfólk ekki um að fá að nota það á öðrum tímum.

Stranglega bannað er að framselja kortið öðrum aðila og nauðsynlegt er að sá er hyggst nota kortið sé sá sem framvísar því til notkunar.

Athugið að ef bókað er fyrir gesti með meira en eins dags fyrirvara leggst við forbókunargjald skv. gjaldskrá klúbbsins, kr. 1.000.- fyrir hvern rástíma.