Völlurinn í vetrarbúning

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Haustið hefur verið félagsmönnum afar hægstætt með tilliti til veðurfars og hefur verið leikið inn á sumarflatir allt þar til í gær, en þá var völlurinn klæddur í vetrarbúning.  Það þýðir að nú er stranglega bannað að leika inn á sumarflatir og af teigum.  Það eru engin teigmerki sett upp.  Til að dreifa álagi veljið þið ykkur bara stað í námunda við teigana – en aftur, alls ekki inn á teigunum sjálfum.  Þá er búið að setja vetrarholur og eins viljum við biðja félagsmenn að slá ekki af brautunum heldur færa boltann stystu leið út í kargann.

Vallarnefnd