Ýmislegt og hitt og þetta næstu daga

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Aðeins til að gefa ykkur smá upplýsingar um hvernig næstu dögum verður háttað varðandi opnun á vellinum og í skálanum í kringum Meistaramótið og næstu daga.

Meistaramótið hefst eins og áður hefur komið fram næsta laugardag.  Skráning stendur yfir bæði á Golfbox (smella hér) og í möppunni gömlu góðu sem staðsett er í skálanum.  Skráningu lýkur á stundvíslega núna á fimmtudaginn kl. 22.00.  Athugið að þann dag, þ.e. á fimmtudaginn verður eldhúsið lokað fyrir sölu á mat eftir kl. 19.00 vegna samkvæmis, en hægt verður að kaupa aðrar veigar og vörur fram á kvöld og að sjálfsögðu verður hægt að skrá sig í Meistaramótið í möppunni ef einhver er að gleyma sér.

Opnun vallarins í Meistaramótinu:  Völlurinn verður opnaður fyrir aðra en þátttakendur u.þ.b. klukkustund eftir að síðasti ráshópur á hverjum degi fer út sínar seinni 9 holur, og á það við um alla daga mótsins.  Fylgist því með á Golfbox þar sem opnað fyrir skráningu á rástímum einn dag fram í tímann í einu.  Er það gert þar sem meta þarf hvenær hægt er að opna útfrá fjölda og áætluðum leikhraða hvern dag fyrir með hagsmuni keppenda að leiðarljósi.

Golfskálinn opnar klukkustund fyrir fyrsta rástíma allt Meistaramótið og verður opinn fram á kvöld.  Við hvetjum alla, bæði þátttakendur og aðra félagsmenn að koma og upplifa stemmninguna í húsinu í næstu viku því þetta er einstakt og svo ótrúlega gaman.

Þá viljum við að lokum minna á fataútsöluna sem auglýst var og er enn í gangi.  Í boði eru flíkur merktar merki klúbbsins á útsöluverði fram á fimmtudag og er takmarkað magn í boði af hverri tegund, fyrstur kemur-fyrstur fær.

Við óskum annars öllum keppendum góðs gengis í Meistaramótinu og biðjum að sjálfsögðu veðurguðina góðfúslega um að gera sitt besta og hafa okkur þannig í huga næstu vikuna þegar þeir ákveða hvað þeir ætla að hafa í kortunum.