Kjartan Óskar og Karlotta klúbbmeistarar

Nesklúbburinn Almennt

Meistaramóti Nesklúbbsins 2024 lauk í gær og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Karlotta Einarsdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Kjartan Óskar Guðmundsson í Meistaraflokki karla.  Nesklúbburinn óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn.  Nánari úrslit frá mótinu má nálgast á golf.is eða með því að smella hér

Lokahóf Meistaramótsins 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik.  Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu upp úr kl. 19.00.  Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund saman. Við ætlum að hvetja alla til að mæta snemma þetta árið.  Það verður HAPPY HOUR …

Metskráning í Meistaramótið 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Meistaramót klúbbsins 2024 hófst í gær þegar að barna- og unglingaflokkar hófu leik.  Skráning í forgjafar og fullorðinsflokka lauk í gærkvöldi og endaði það svo að nýtt þátttökumet var slegið.  Á þessu 60 ára afmælisári klúbbsins eru 232 þátttakendur skráðir til leiks í 19 flokkum og er þetta því algjör veisla sem stendur yfir og framundan er.  Flestir þátttakendur eru …

Meistaramót 2024 – lokadagur skráningar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Lokadagur til að skrá sig í Meistaramótið er í dag og lýkur skráningu kl. 22.00 í kvöld.  Mjög góð þátttaka er komin í mótið og stefnir allt í glimrandi veislu og stemningu þar sem meira að segja veðurguðirnir stefna á að bjóða okkur upp á bjarta daga.  Við hvetjum því alla sem ætla að taka þátt að skrá sig fyrir …

Opnun á rástíma

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Meistaramót barna- og unglinga fer fram á morgun, miðvikudag, fimmtudag og föstudag.  Nú þegar búið er að raða þeim niður á rástíma var hægt að opna fyrir skráningu fyrir félagsmenn í kringum mótið alla dagana.  Um leið biðjum við alla um að sýna krökkunum tillitssemi þar sem mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi.

Meistaramótið 2024 – skráning er hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Skráning er nú hafin í fullorðinsflokkum fyrir 60. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 3. júlí – 13. júlí.  Skráning fer fram á Golfbox (smella hér). Allt um Meistaramótið 2024 má nú sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is/Meistaramótið. Rástímataflan sem sýnir áætlaða leikdaga má sjá með því að smella hér en hún sýnir hvaða daga viðkomandi flokkar leika.  Frekari …

Við verðum að gera miklu betur – tökum höndum saman

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Póstlistar Aukaaðild

Kæru félagar, Umgengni um völlinn okkar er því miður ekki til sóma og við þurfum að gera miklu betur.  Vallarstarfsmenn vinna hörðum höndum á hverjum degi að því að gera völlinn eins góðan fyrir okkur og kostur er.  Það er því sorglegt að horfa upp á hversu mikil vinna fer í að lagfæra atriði sem við kylfingarnir skiljum eftir okkur.  …