Laus pláss á golfnámskeið

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Vegna forfalla losnaði eitt sæti á vetrarnámskeið hjá Magnúsi Mána sem hefst núna 6. febrúar. Um er að ræða 5 vikna námskeið (5 tímar) og er það kennt á þriðjudögum frá 18:00-18:55. Dagsetningarnar eru: Tími 1= 6.febrúar Tími 2= 13.febrúar Tími 3= 20.febrúar Tími 4= 27.febrúar Tími 5= 5.mars Skráning og frekari upplýsingar á netfanginu: magnus@nkgolf.is Einnig eru ennþá nokkur pláss …

Golfnámskeið í hádeginu í febrúar og mars

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Guðmundur Örn, íþróttafræðingur og PGA golfkennaranemi, verður með 8 vikna golfnámskeið á Nesvöllum í hádeginu í febrúar og mars. Námskeiðin eru á milli 12:00 og 13:00 og er hægt að velja um að vera á þriðjudögum, fimmtudögum eða föstudögum. Það er pláss fyrir 4 nemendur á hverju námskeiði og því takmarkað framboð. Námskeiðin verða að mestu byggð upp sem stöðvaþjálfun …

Mario verður í eldhúsinu í sumar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í gær skrifaði Mario Robek fyrir hönd Nesveitinga undir nýjan samning um rekstur veitingasölu klúbbsins til næstu þriggja ára.  Mario hefur staðið vaktina undanfarin 5 ár við góðan orðstír og eru það því gleðifréttir að hann mun halda áfram að nostra við félagsmenn og aðra getskomandi með ljúffengum veitingum. Í vetur verður farið í miklar framkvæmdir í eldhúsi skálans sem …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Á dögunum var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins. Mætingin var mjög góð og sköpuðust líflegar, gagnlegar og skemmtilegar umræður á fundinum. Vil ég byrja á að þakka það traust sem mér var sýnt varðandi umboð til áframhaldandi formennsku í klúbbnum. Ég virkilega brenn fyrir klúbbinn og hef mikinn áhuga á að sjá hann halda áfram að vaxa …

Opnunartími Nesvalla yfir hátíðarnar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Opnunartími Nesvalla yfir hátíðarnar verður eftirfarandi: 21. desember – Opið 10:00 – 15:00 og 18:00 – 23:00 22. desember – Opið 10:00 – 15:00 23. desember – Lokað 24. desember – Lokað 25. desember – Lokað 26. desember – Lokað 27. desember – Opið 10:00 – 15:00 og 17:00 – 23:00 28. desember – Opið 10:00 – 15:00 og 18:00 …

MÓTASKRÁIN 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Mótaskráin 2024 hefur nú verið birt hér á síðunni undir flipanum mótaskrá.  Þar má sjá öll mót sem haldin verða á vegum klúbbsins.  Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér mótaskránna og um leið að lesa ávallt fyrirkomulag mótanna sem birt verður inni á golfbox þegar nær dregur undir „upplýsingar“ um hvert mót. Meistaramótið verður sömu viku og síðasta sumar …

Vantar þig jólagjöf fyrir kylfinginn?

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Klippikort á Nesvelli er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem vilja viðhalda sveiflunni allt árið og spila frábæra velli. Gjafabréf í golfkennslu er einnig góð gjöf fyrir þá sem vilja skerpa á leiknum sínum fyrir sumarið. Klippikort á Nesvelli, tveir möguleikar í boði: 18.750 kr. – 10×30 mínútur, gildir fyrir kl 15:00 á virkum dögum. 22.500 kr. – 10×30 mínútur, gildir …

Þú átt inneign á Nesvöllum – golf í 20 stiga hita og logni

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæri félagi, Eins og fram hefur komið og samþykkt var á aðalfundi í lok nóvember síðastliðnum að þá greiða félagsmenn nú kr. 5.000  sem eru inni í heildarupphæð félagsgjaldanna 2024.  Fyrir þessar kr. 5.000 fá félagsmenn kr. 10.000 sem inneign í Trackman golfhermum klúbbsins á Nesvöllum, glæsilegri inniaðstöðu klúbbsins á Austurströnd 5.  Athugið að þetta á eingöngu við félagsmenn 26 …

Átt þú eitthvað í óskilamunum?

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Unglingastarf

Á Nesvöllum (Austurströnd 5) er töluvert magn af óskilamunum frá golfvellinum í sumar. Um er að ræða föt, húfur, skó, golfhanska, headcover og annað smádót. Óskilamunirnir verða geymdir til og með 20. desember en eftir þann dag verða þeir gefnir í Rauða krossinn eða fargað á viðeigandi hátt. Við hvetjum alla sem týndu einhverju á golfvellinum í sumar til að …

Innheimta félagsgjalda 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæri félagi í Nesklúbbnum, Nú líður að innheimtu félagsgjalda 2024.  Félagsgjöld fyrir árið 2024 voru samþykkt á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 28. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér) Félagsgjöld verða eins og í fyrra innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER.  Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur þarftu að skrá þig inn á SPORTABLER og ráðstafa þínu …