Einnarkylfumót NK kvenna 2011
Einnarkylfumót NK kvenna verður þriðjudaginn 28. júní 2011. Réttara er að kalla mótið tveggjakylfumót þar sem spilaðar verða 9 holur með einni kylfu og pútter.
Mæting er stundvíslega kl. 17:30 og verður ræst út á öllum teigum kl. 18:00. Skráning hefst miðvikudaginn 22. júní kl. 08.00 á golf.is og lýkur á miðnætti sunnudaginn 26. júní. Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu klúbbsins milli 9 – 16 í síma 561 1930. Athugið að þátttakendafjöldi er takmarkaður við 52 og dregið verður í holl.
Að móti loknu verður verðlaunaafhending og kvöldverður í golfskálanum. Verðlaun veitt fyrir 1. – 3. sæti, nándarverðlaun á 2. og 5. braut og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg. Einnig verður dregið úr skorkortum.
Mótsgjald og kvöldverður er 3.700 kr.
Munið að mæta bara með kylfu, pútter og góða skapið!
Golfkveðjur,
Kvennanefndin