Aukaaðild

UPPLÝSINGAR UM AUKAAÐILD Í NESKLÚBBINN

Hvað er aukaaðild í Nesklúbbnum?

 • Aukaaðild er leið fyrir þá einstaklinga á biðlista og eru að bíða eftir innöngu í klúbbinn. Aukaðild felur í sér að viðkomandi  fá aðildarnúmer innan GSÍ og aðgang á vefforritið Golfbox.   Aukaðili getur  því bókað sér rástíma á öllum golfvöllum landsins og fengið forgjöf.  Sért þú í öðrum golfklúbbi á meðan þú bíður eftir aðild að Nesklúbbnum hentar þessi leið þér eflaust ekki.

Hverjir geta fengið aukaaðild?

 • Stjórn klúbbsins ákveður á ári hverju hversu mörgum aðildarnúmerum skal úthlutað. Fyrir árið 2024 verður 150 einstaklingum boðin aukaaðild og verður þeim fyrst boðin slík aðild sem efstir eru á biðlistanum og svo koll af kolli.  Einnig geta börn 15 ára og yngri sem eiga fjölskyldumeðlim i klúbbnum og/eða eru skráð á æfingar og hafa greitt æfingagjöld hjá NK sótt um aukaaðild (sjá nánar undir krakkaaðild).  Reynt verður eftir fremsta megni að dreifa fjöldanum á þessa þrjá hópa af sanngirni.

Hver er munurinn á aukaaðild og fullri aðild?

 • Megin munurinn er sá að með fullri aðild er hægt að bóka rástíma á Nesvellinum með fimm daga fyrirvara á meðan í aukaaðild er hægt að bóka rástíma með tveggja daga fyrirvara (eftir kl. 20.00) eða samdægurs. Aukaaðild veitir ekki heimild til þess að leika í Meistaramóti Nesklúbbsins og ECCO Bikarkeppninni. Önnur innanfélagsmót og/eða viðburði er heimilt að skrá sig á með dags fyrirvara

Hvað er innifalið í aukaaðild?

 • Innifalið í aukaaðild er:
  • Aðildanúmer í Nesklúbbinn og aðgangur að Golfbox
  • Innifalið eru 15 hringir* á Nesvöllinn tímabilið 2024
 • * Fullnýti viðkomandi ekki hringina 15 fyrnast þeir í lok sumars.
  • Hægt er að bóka sig á rástíma á Nesvöllinn kl. 20.00 tveimur dögum áður, daginn áður eða samdægurs.
  • Allir í aukaaðild fá forgjöf ef þeir hafa hana ekki fyrir og geta leikið til forgjafar hvort heldur sé á Nesvellinum eða annarsstaðar.
  • Aðgangur að vinavöllum Nesklúbbsins (sjá Vinavellir hér á heimasíðunni)

Reglur um aukaaðild:

 • Allir þeir sem fá aukaaðild að klúbbnum ber í einu og öllu að framfylgja þeim reglum og siðum sem stjórn og/eða aðalfundir félagsins setja félagsmönnum sínum hverju sinni. Allar slíkar upplýsingar má nálgast á heimasíðu klúbbsins og hvetjum við alla til að kynna sér þær.

Aukaaðild fyrir árið 2024 kostar kr. 65.000.-