Í Nesklúbbnum eru 800 félagar. Aðalfundur félagsins á ári hverju ber æðsta vald félagsins og á aðalfundi 2018 var samþykkt að fjölga félögum í 800 í fulla aðild og hefur sá félagafjöldi haldist síðan.
Það er langur biðlisti í Nesklúbbinn og tekur það öllu jafna nokkur ár að komast að í klúbbinn. Hægt er að sækja um aðild hér á heimasíðunni undir „umsókn um aðild“ (efst uppi í hægra horninu á síðunni).
Reglan um meðhöndlun biðlistans er einföld og má sjá nánar hér á síðunni undir „um Nesklúbbinn/félagsaðild/biðlisti.
Klúbburinn býður einnig upp aukaaðild og krakkaaðild fyrir þá einstaklinga sem eru á biðlistanum. Fyrir árið 2022 hefur stjórn klúbbsins samþykkt að veita 100 einstaklingum á biðlistanum aukaaðild.
Nánar um aukaaðildir er hægt að sjá hér á síðunni undir „um Nesklúbbinn/félagsaðild/aukaaðild“
Nánar um gjaldskrá fyrir hverja aðild er hægt að sjá undir „um Nesklúbbinn/gjaldskrá“