Meistaramótinu í betri bolta – aftur frestað

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Betri bolti – mótinu hefur aftur verið frestað vegna veðurs – mótinu verður fundin ný dagsetning í september og það auglýst þegar þar að kemur BETRI BOLTI – INNANFÉLAGSMÓT  í samstarfi við Icelandair Cargo Mótið hefur verið fært til Laugardagsins 2. september vegna slæmrar veðurspár.   Leikfyrirkomulag: Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor …

Lokamót NK kvenna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Jæja kæru NK-dömur, Nú er komið að Lokamótinu okkar þetta sumarið og ætlum við að klára sumarið með stæl. Mótið verður haldið þriðjudaginn 5. september og eru leikreglurnar eftirfarandi: Leikið er í tveimur forgjafarflokkum og miðað er við vallarforgjöf. ​Hámarksforgjöf gefin í mótinu er 42.  Hámarksforgjöfin hefur bara með útreikninginn til verðlauna að gera en að sjálfsögðu geta allar NK-konur …

Betri bolti – mótinu frestað um viku

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

BETRI BOLTI – INNANFÉLAGSMÓT  í samstarfi við Icelandair Cargo Mótið hefur verið fært til Laugardagsins 2. september vegna slæmrar veðurspár.   Leikfyrirkomulag: Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er þó punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk hærri punkta á holu. Hámarksforgjöf: 24 Teigar: Karlar leika af teigum …

OPNA COCA-COLA – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Opna COCA-COLA mótið fór fram um helgina.  Mótið sem er elsta opna golfmót var fyrst haldið 1961 og hefur verið haldið allar götur síðan.  Fyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf  og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: 1. sæti: Einar …

Íslandsmót 65+ úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Íslandsmót 65 ára og eldri fór fram í síðustu viku og sendi Nesklúbburinn lið í bæði karla og kvennaflokki.  Karlarnir léku í Öndverðarnesi og konurnar á Korpúlfsstaðavelli.  Í karlaflokki endaði hlaut sveit Nesklúbbsins silfurverðlaun annað árið í röð eftir að hafa unnið golfklúbb Suðurnesja í undanúrslitum en tapað svo fyrir golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaleik. Skipan á liði Nesklúbbsins var eftirfarandi: …

Myndir frá Einvíginu á Nesinu

Nesklúbburinn Almennt

Hann Guðmundur okkar KR. Jóhannesson, ljósmyndari og félagsmaður í klúbbnum var að sjálfsögðu staddur á Einvíginu á Nesinu með myndavélina á lofti.  Hægt er að sjá þessar frábæru myndir inni á naermynd.is eða með því að smella hér.

Birgir Björn sigraði Einvígið á Nesinu

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag.  Þetta var í 27. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Félagi áhugafólks um Downs-heilkennni.  Félag ághugafólks um Downs-heildkenni veitir fræðslu til foreldra og almennings um Downs heilkennið.  Áhersla er lögð á að vekja athygli …

Einvígið á Nesinu verður haldið á mánudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 27. skipti og eins og undanfarin ár í samstarfi við sjóðastýringarfélagið STEFNI.  Mótið verður eins og áður haldið á frídegi Verslunarmanna, nú mánudaginn 7. ágúst.  Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu Félags áhugafólks um …

Kríuungar komnir á kreik

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Eins og félagsmenn hafa eflaust orðið varir við er komið þó nokkuð af kríuungum á og í kringum völlinn.  Þeir leita mikið eftir skjóli í kringum bílaplanið og eiga oft fótum sínum fjör að launa þegar ökutækin okkar keyra þar um. Þar sem oft er erfitt að sjá þessa litlu unga eru ökumenn beðnir um að gæta fyllstu varúðar þegar …

Öldungabikarinn – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Öldungabikarinn fór fram í síðustu viku og var það Aðalsteinn Jónsson sem sigraði eftir harða og skemmtilega keppni. Bjargey Aðalsteinsdóttir var hástökkvari keppninnar. Fengu þau bæði gjafabréf frá Icelandair í verðlaun. Hjartanlega til hamingju!