Öldungabikar Nesklúbbsins lauk í gærkvöldi og var það að lokum Hinrik Þráinsson sem sigraði. Hinrik sigraði alla sína sex leiki og var því krýndur sigurvegari í mótslok en þetta var í þriðja sinn sem hann vinnur Öldungabikarinn. Hástökkvari mótsins var Arnar Friðriksson en hann hoppaði upp um 25 sæti í umferðunum sex sem er frábær árangur. Við óskum þeim innilega …
Öldungabikarinn – staðan eftir 4 umferðir og næsta umferð
3. og 4. umferð í Öldungabikarnum fór fram í gærkvöldi. Þetta er í tíunda skipti sem Öldungabikarinn er haldinn og leiknar eru 6 umferðir þar sem mótafyrirkomulagið er holukeppni þar sem keppendur raðast upp eftir monrad fyrirkomulagi sem betur er þekkt í skákheiminum. Fjörtíu og átta keppendur mættu til leiks og komust færri að en vildu. Staða efstu keppenda eftir …
Frá Stuart Vallarstjóra
My dear members, I hope everyone is enjoying the summer and getting plenty of golf in! The course has been incredibly busy lately, with over 300 rounds played on some days — it’s fantastic to see so many of you out there making the most of it. Meistaramót has come and gone, and let’s be honest — many of us …
Karlotta og Heiðar Steinn Klúbbmeistarar 2025
61. Meistaramóti Nesklúbbsins lauk í fyrr í kvöld og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Karlotta Einarsdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Heiðar Steinn Gíslason í Meistaraflokki karla. Karlotta sem var að vinna sinn 21. Klúbbmeistaratitil lék hringina fjóra á 304 höggum. Í karlaflokki var gríðarleg spenna þar sem Heiðar Steinn og Ólafur Marel voru jafnir að loknum 72 holum á …
Myndir úr Meistaramótinu 2025
Hann Guðmundur Kr. ljósmyndari er eins og áður búinn að vera að störfum í Meistaramótinu eins og undanfarin ár. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Guðmundur félagsmaður í Nesklúbbnum okkar og hefur í gegnum tíðina myndað alla stórviðburði sem klúbburinn hefur haldið og á svo sannarlega endalausar þakkir skyldar fyrir ósérhlífna vinnu og stórkostlegar myndir. Með því að smella …
UPPSELT – Lokahóf Meistaramótsins 2025 – UPPSELT
Það er uppselt í matinn á lokahófinu – allir velkomnir eftir borðhald Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik. Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu upp úr kl. 19.00. Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund saman og þegar líður …
Rástímar fyrir miðvikudaginn 9. júlí
61. Meistaramót Nesklúbbsins í fullorðinsflokkum hófst laugardaginn 4. júlí. Búið er að birta rástíma fyrir morgundaginn á Golfbox eða með því að smella hér. Öll úrslit í mótinu má sjá með því að smella hér Mótsstjórn
Skráning hafin í Öldungabikarinn 2025
Hið geysivinsæla mót, Öldungabikarinn er fyrir meðlimi Nesklúbbsins, karla og konur, 50 ára og eldri. Leikið verður eftir holukeppnisfyrirkomulagi án forgjafar. Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag. Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi (sjá nánar reglugerð með því að smella hér). Leikdagar eru 21., 22. og 23. júlí, ræst út frá kl. 17.00 alla daga. Allar konur og …
Frábær þátttaka í Meistaramótinu 2025
Meistaramót Nesklúbbsins 2025 hófst í gær þegar að barna- og unglingaflokkar hófu leik. Leikið er í fimm aldursflokkum og er mikil spenna í gangi. Öll úrslit í mótinu má sjá með því að smella hér. Skráning í forgjafar- og fullorðinsflokka lauk í gærkvöldi og var þátttökumetið sem sett var í fyrra jafnað þar sem 232 meðlimir eru skráðir til leiks. …
Meistaramótið 2025 – skráningu fer að ljúka
Kæru félagar, Lokadagur skráningar í Meistaramótið 2025 er í á morgun miðvikudaginn 2. júlí, kl. 22.00. Eftir þann tíma verður ekki hægt að skrá sig nema mögulega það hafi ekki áhrif á fjölda ráshópa í hverjum flokki – það vill enginn taka þá áhættu. Það stefnir í góða þátttöku og það sem meira er að veðurspáinn er bara nokkuð góð. …