Ný hádegisnámskeið hjá Guðmundi Erni byrja í næstu viku og eru enn laus pláss á mánudögum. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem eru kennd á Nesvöllum milli 12:00 og 13:00. Námskeiðin fara að mestu fram í formi stöðvaþjálfunar þar sem unnið er í bæði langa og stutta spilinu. Námskeiðin eru fyrir alla kylfinga sem vilja læra: – Hvað …
Opið golfhermamót 15. – 23. febrúar
Kæru félagar. Fyrsta golfhermamót ársins á Nesvöllum fer fram dagana 15. – 23. febrúar. Leikið er á The Links at Spanish Bay vellinum í Kaliforníu. Karlar leika af teigum 55 og konur 49. Leikið er með fullri golfbox forgjöf og verða veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin í punktakeppni: 1. sæti = 5 klst inneign á Nesvelli og 10.000 kr …
Fréttapunktar úr vetrarstarfinu
Kæru félagar, Vetrarstarf klúbbsins er í fullum gangi en félagsmenn eru greinilega farnir að undirbúa sveifluna fyrir vorferðirnar og sumarið því aðsóknin að Nesvöllum hefur aukist, enda frábær leið til að halda sér í golfformi. Enn eru þó lausir tímar og hvet ég ykkur öll til að kynna ykkur og nota þessa frábæru aðstöðu sem klúbburinn býður upp á. Það …
Mótaskrá 2025
Kæru félagar, Mótaskráin 2025 hefur nú verið birt hér á síðunni undir flipanum mótaskrá. Þar má sjá öll mót sem haldin verða á vegum klúbbsins. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér mótaskránna og um leið að lesa ávallt fyrirkomulag mótanna sem birt verður inni á golfbox þegar nær dregur undir „upplýsingar“ um hvert mót. Meistaramótið verður sömu viku og …
Breyttur opnunartími Nesvalla frá 1. febrúar
Frá og með 1. febrúar bjóðum við upp á lengri opnunartíma á Nesvöllum á völdum dögum. Stærsta breytingin er að við höfum lengt opnunartímann á föstudögum og laugardögum en einnig hafa verið gerðar smávægilegar breytingar fyrri partinn á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Uppfærður opnunartími Nesvalla sem gildir 1. febrúar – 1. maí 2025 er því sem hér segir: Mánudagar: 10:00 …
Formannspistill
Formannspistill 27. desember 2024 Kæru félagar, Jólahátíðin hefur þegar gengið í garð og vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið séuð búin að hafa það gott. Á næsta leiti eru svo áramót, en þá er góður siður að líta aðeins um öxl og meta stöðuna. Þetta er búið að vera prýðis ár á margan hátt, barna- og …
Opnunartími Nesvalla um hátíðarnar
Opnunartími Nesvalla um hátíðarnar er sem hér segir: Laugardagur 21. des – Opið 10:00 – 16:00 Sunnudagur 22. des – Opið 10:00 – 18:00 Þorláksmessa – Lokað Aðfangadagur – Lokað Jóladagur – Lokað Annar í jólum – Lokað Föstudagur 27. des – Opið 10:00 – 14:00 Laugardagur 28. des – Opið 10:00 – 16:00 Sunnudagur 29. des – Opið 10:00 …
Golfnámskeið í hádeginu eftir áramót
Undirbúðu þig sem best fyrir golfsumarið 2025! Hádegisnámskeið hjá Guðmundi Erni, íþróttafræðingi og golfkennara hjá NK, hefjast aftur eftir áramót og fara fyrstu námskeiðin af stað strax í byrjun janúar. Um er að ræða fjölbreytt golfnámskeið sem eru að mestu byggð upp sem stöðvaþjálfun, þar sem unnið er í bæði langa og stutta spilinu. Ef þú vilt bæta þig í …
Árgjöld 2025
Kæri félagi í Nesklúbbnum, Nú er allt tilbúið í Sportabler fyrir þig til að rástafa greiðslum félagsgjaldsins 2025. Félagsgjöld fyrir árið 2025 voru samþykkt á aðalfundi klúbbsins þann 28. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér) Félagsgjöld verða eins og í fyrra innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER. Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur þarftu að …
Innheimta árgjalda 2024 og úrsögn úr klúbbnum
Kæri félagi í Nesklúbbnum, Nú líður senn að innheimtu félagsgjalda 2025. Félagsgjöld fyrir árið 2025 voru samþykkt á aðalfundi klúbbsins þann 28. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér) Félagsgjöld verða eins og í undanfarin ár innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER. Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur muntu þurfa að skrá þig inn á SPORTABLER …