Áttu ennþá inneign í golfhermi?

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar. Eins og fram hefur komið og samþykkt var á aðalfundi í lok nóvember síðastliðnum að þá greiða félagsmenn nú kr. 5.000  sem eru inni í heildarupphæð félagsgjaldanna 2024.  Fyrir þessar kr. 5.000 fá félagsmenn kr. 10.000 sem inneign í Trackman golfhermum klúbbsins á Nesvöllum, glæsilegri inniaðstöðu klúbbsins á Austurströnd 5.  Athugið að þetta á eingöngu við félagsmenn 26 …

NK konur á Nesvöllum alla sunnudaga

Nesklúbburinn Kvennastarf, Póstlistar konur

Kæru kríur, Við hvetjum allar NK konur til að koma og pútta með okkur á sunnudögum í glæsilegri inniaðstöðu klúbbsins á Nesvöllum, Austurströnd 5.  Undanfarnir sunnudagar hafa verið frábærir og það er sko nóg pláss fyrir fleiri.  Fyrirkomulag eins og áður – bara mæta með pútter og kúlu á einhverntíman á milli 10 og 12. Hlökkum til að sjá þig …

Sumarstarfsfólk á golfvöllinn fyrir sumarið 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagsmaður, Ertu að leita þér að sumarvinnu eða átt kannski barn, frænda eða frænku sem eru að leita sér að sumarvinnu. Nesklúbburinn óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn á golfvöllinn fyrir sumarið 2024. Ráðningartímabil er frá maí – september og hentar því skólafólki vel. Vinnutími vallarstarfsmanna er frá kl. 07:00-15:00 og reikna má með að vinna einn dag um helgi …

Golfnámskeið í mars og apríl

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Guðmundur Örn fer af stað með þrjú ný golfnámskeið fyrstu vikuna í mars. Námskeiðin verða að mestu byggð upp sem stöðvaþjálfun þar sem verður farið í fjölbreyttar æfingar í púttum, vippum, fleyghöggum, járnahöggum og drive-um. Námskeiðin fara fram á Nesvöllum, frábærri inniaðstöðu okkar á Austurströnd 5. Það er pláss fyrir fjóra nemendur á hverju námskeiði og því takmarkað framboð. Uppselt …

Frí kennsla á golfhermi á sunnudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Golfhermarnir okkar á Nesvöllum bjóða upp á ótal möguleika til afþreyingar og golf æfinga. Á sunnudaginn (28. janúar) býðst félögum Nesklúbbsins að kíkja við og fá stutta kennslu í því hvernig best er að æfa sig í golfhermunum endurgjaldslaust. Til þess að nýta sér þetta þarf að bóka tíma fyrirfram með því að hringja í síma 561-1910 á opnunartíma Nesvalla …

Laus pláss á golfnámskeið

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Vegna forfalla losnaði eitt sæti á vetrarnámskeið hjá Magnúsi Mána sem hefst núna 6. febrúar. Um er að ræða 5 vikna námskeið (5 tímar) og er það kennt á þriðjudögum frá 18:00-18:55. Dagsetningarnar eru: Tími 1= 6.febrúar Tími 2= 13.febrúar Tími 3= 20.febrúar Tími 4= 27.febrúar Tími 5= 5.mars Skráning og frekari upplýsingar á netfanginu: magnus@nkgolf.is Einnig eru ennþá nokkur pláss …

Golfnámskeið í hádeginu í febrúar og mars

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Guðmundur Örn, íþróttafræðingur og PGA golfkennaranemi, verður með 8 vikna golfnámskeið á Nesvöllum í hádeginu í febrúar og mars. Námskeiðin eru á milli 12:00 og 13:00 og er hægt að velja um að vera á þriðjudögum, fimmtudögum eða föstudögum. Það er pláss fyrir 4 nemendur á hverju námskeiði og því takmarkað framboð. Námskeiðin verða að mestu byggð upp sem stöðvaþjálfun …

Mario verður í eldhúsinu í sumar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í gær skrifaði Mario Robek fyrir hönd Nesveitinga undir nýjan samning um rekstur veitingasölu klúbbsins til næstu þriggja ára.  Mario hefur staðið vaktina undanfarin 5 ár við góðan orðstír og eru það því gleðifréttir að hann mun halda áfram að nostra við félagsmenn og aðra getskomandi með ljúffengum veitingum. Í vetur verður farið í miklar framkvæmdir í eldhúsi skálans sem …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Á dögunum var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins. Mætingin var mjög góð og sköpuðust líflegar, gagnlegar og skemmtilegar umræður á fundinum. Vil ég byrja á að þakka það traust sem mér var sýnt varðandi umboð til áframhaldandi formennsku í klúbbnum. Ég virkilega brenn fyrir klúbbinn og hef mikinn áhuga á að sjá hann halda áfram að vaxa …