Um helgina fór fram annað mót Unglingamótaraðar GSÍ og fyrsta mót Golf14 mótaraðarinnar á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Nesklúbburinn átti 10 keppendur á Golf14 mótinu sem stóðu sig með mikilli prýði og náðu þrír þeirra verðlaunasæti í sínum flokkum. Elísabet Þóra Ólafsdóttir sigraði 36 holu mót 14 ára og yngri stúlkna, og í 9 holu móti 12 ára og yngri drengja …
Nokkur sæti laus í BYKO mótið á morgun
Það eru nokkur sæti laus í Byko mótið sem verður haldið á morgun. Mótið er 9 holu innanfélagsmót og verða veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin, besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á par 3 brautum. Verðlaun: Besta skor: 25 þúsund króna gjafabréf í BYKO Punktakeppni: 1. sæti: 25.000 gjafabréf í BYKO 2. sæti: 20.000 gjafabréf í BYKO 3. sæti: …
Skráning hafin í BYKO
Byko mótið verður haldið laugardaginn 24. maí og er 9 holu innanfélagsmót. Veitt verða verðlaun fyrir fimm fyrstu sætin í punktakeppni, besta skor og nándarverðlaunum á par 3 brautum. Hámarksforgjöf gefin er: 28 Verðlaun: Besta skor: 25 þúsund króna gjafabréf í BYKO Punktakeppni: 1. sæti: 25.000 gjafabréf í BYKO 2. sæti: 20.000 gjafabréf í BYKO 3. sæti: 15.000 gjafabréf í …
Úrslit í ECCO í dag
Fyrsta 18 holu mót sumarsins, ECCO forkeppnin fór fram á Nesvellinum í dag. ECCO mótið er innanfélagsmót og er eins og venjulega sjálfstætt mót en um leið forkeppni fyrir bæði bikarkeppni klúbbsins og Klúbbmeistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í punktakeppni með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr …
Það voru að losna nokkur pláss í ECCO á morgun
Vegna forfalla voru að losna nokkur pláss í ECCO forkeppninni sem fram fer á Nesvellinum á morgun. Fyrir vikið er búið er að framlengja skráningarfrestinn til kl. 13.00. Hægt er að skrá sig með því að smella hér: Mótanefnd
Braut í fóstri – hver er þín fósturbraut?
Kæru félagar, Við kynnum til leiks verkefnið „braut í fóstri“. Öll hljótum við að vera sammála um að það þarf að ganga betur um völlinn okkar. Það eru t.d. alltof mörg boltaför skilin eftir í flötunum, glompur eru oft á tíðum illa rakaðar og það eru brotin tí á teigunum. Verkefnið „braut i fóstri“ gengur út á það að allir …
20% afsláttur af Nesklúbbsfatnaði hjá Craftverslun um helgina
Kæru félagar, Í tilefni af golfsumrinu og opnan vallarins mun Nesklúbbsmeðlimum bjóðast 20% afsláttur af Nesklúbbsmerktum fatnaði um helgina. Í samstarfi við Craftverslun höfum við látið útbúa svæði á síðunni þeirra þar sem meðlimir okkar munu geta pantað fatnað merktum klúbbnum okkar. Hægt er að skoða glæsilegt úrval af Craft og Cutter&Buck fatnaði merktum Nesklúbbnum á https://craftverslun.is/collections/nesklubburinn …
Skráning í gegnum Golfbox, Ecco o.fl.
Kæru félagar, Það hefur verið haft samband við mig þar sem fólk hefur átt erfitt með að skrá sig í gegnum Golfbox. Ástæðan er aðallega sú að það er einhver villa sem kemur upp þegar skráð er í gegnum vafrann „safari“ sem er aðallega í Iphone símum og Mac tölvum. Ég er búinn að tala við GSÍ og það er …
Hreinsunardagurinn verður á laugardaginn
Jæja kæru félagar, nú er þetta að gerast. Veðurspáin fer batnandi með hverri mínútunni, krían er komin og Mario er búinn að tilkeyra pönnuna og fylla á kælana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hinn árlegi Hreinsunardagur Nesklúbbsins, sem jafnan merkir upphafið á tímabilinu hjá okkur, verði haldinn næstkomandi laugardag, 10. maí. Eins og undanfarin ár hefur þessi …
Nýjar rástímareglur – búið að opna fyrir skráningu
Kæru félagsmenn, Nú hefur verið opnað fyrir rástímaskráningu á Golfbox. Eins og fram hefur komið verða teknar í gildi nýjar reglur fyrir rástímabókanir í sumar í takt við aðra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með þessum breytingum er umfram allt að auka skilvirkni og minnka “hamstur” þannig að sem flestir félagsmenn eigi möguleika á því að fá rástíma þegar þeir vilja …