Fyrsta 18 holu mót sumarsins, ECCO forkeppnin fór fram á Nesvellinum í dag. ECCO mótið er innanfélagsmót og er eins og venjulega sjálfstætt mót en um leið forkeppni fyrir bæði bikarkeppni klúbbsins og Klúbbmeistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í punktakeppni með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr …
Það voru að losna nokkur pláss í ECCO á morgun
Vegna forfalla voru að losna nokkur pláss í ECCO forkeppninni sem fram fer á Nesvellinum á morgun. Fyrir vikið er búið er að framlengja skráningarfrestinn til kl. 13.00. Hægt er að skrá sig með því að smella hér: Mótanefnd
Braut í fóstri – hver er þín fósturbraut?
Kæru félagar, Við kynnum til leiks verkefnið „braut í fóstri“. Öll hljótum við að vera sammála um að það þarf að ganga betur um völlinn okkar. Það eru t.d. alltof mörg boltaför skilin eftir í flötunum, glompur eru oft á tíðum illa rakaðar og það eru brotin tí á teigunum. Verkefnið „braut i fóstri“ gengur út á það að allir …
20% afsláttur af Nesklúbbsfatnaði hjá Craftverslun um helgina
Kæru félagar, Í tilefni af golfsumrinu og opnan vallarins mun Nesklúbbsmeðlimum bjóðast 20% afsláttur af Nesklúbbsmerktum fatnaði um helgina. Í samstarfi við Craftverslun höfum við látið útbúa svæði á síðunni þeirra þar sem meðlimir okkar munu geta pantað fatnað merktum klúbbnum okkar. Hægt er að skoða glæsilegt úrval af Craft og Cutter&Buck fatnaði merktum Nesklúbbnum á https://craftverslun.is/collections/nesklubburinn …
Skráning í gegnum Golfbox, Ecco o.fl.
Kæru félagar, Það hefur verið haft samband við mig þar sem fólk hefur átt erfitt með að skrá sig í gegnum Golfbox. Ástæðan er aðallega sú að það er einhver villa sem kemur upp þegar skráð er í gegnum vafrann „safari“ sem er aðallega í Iphone símum og Mac tölvum. Ég er búinn að tala við GSÍ og það er …
Hreinsunardagurinn verður á laugardaginn
Jæja kæru félagar, nú er þetta að gerast. Veðurspáin fer batnandi með hverri mínútunni, krían er komin og Mario er búinn að tilkeyra pönnuna og fylla á kælana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hinn árlegi Hreinsunardagur Nesklúbbsins, sem jafnan merkir upphafið á tímabilinu hjá okkur, verði haldinn næstkomandi laugardag, 10. maí. Eins og undanfarin ár hefur þessi …
Nýjar rástímareglur – búið að opna fyrir skráningu
Kæru félagsmenn, Nú hefur verið opnað fyrir rástímaskráningu á Golfbox. Eins og fram hefur komið verða teknar í gildi nýjar reglur fyrir rástímabókanir í sumar í takt við aðra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með þessum breytingum er umfram allt að auka skilvirkni og minnka “hamstur” þannig að sem flestir félagsmenn eigi möguleika á því að fá rástíma þegar þeir vilja …
Kick-off kvöld NK kvenna
Kæru NK konur, Nú fer að styttast í að golfsumarið hefjist. Það þýðir að nú er komið að hinu árlega Kikk-off kvöldi okkar sem haldið verður þriðjudaginn 6. maí kl.18.00. Ætlunin er fyrst og fremst að koma saman, skemmta okkur og borða létta máltíð. Hámarksfjöldi er 80 NK konur og því gott að skrá sig sem fyrst. Skráning er hafin …
Nesvellir loka fyrir sumarið og æfingasvæðið er opið
Kæru félagsmenn, Nesvellir, inniaðstaða klúbbsins mun nú loka frá og með morgundeginum, 1. maí. Æfingar barna- og unglinga munu þó halda þar áfram fram að skólalokum. Æfingasvæði klúbbsins úti á golfvelli hefur verið opnað, bæði er boltavélin komin í gang og eins hafa verið sett flögg á púttflötina og æfingaflatirnar. Þeirri nýjung hefur verið komið á að hægt er að …
Hreinsunardeginum og opnun vallarins frestað um viku
Kæru félagsmenn, Eftir stöðufund í gær var ákveðið að fresta hreinsunardeginum um viku og þá um leið opnun vallarins og veitingasölunnar. Ástæðan er einfaldlega sú að völlurinn er bara ekki alveg kominn í það ástand sem við höfðum vonast eftir. Það er margt sem týna má til en umfram allt byggist ákvörðunin fyrst og fremst á ástandi flatanna. Það hefur …