Ágætur árangur hjá unga fólkinu okkar um helgina

Nesklúbburinn Unglingastarf

Unga fólkið okkar í Nesklúbbnum atti kappi á tveimur vígstöðum um helgina. Í Garðabæ var leikið á Áskorendamótaröðinni og á Hellu fór fram Arionbanka mótaröð unglinga. Í Garðabæ voru leiknar 18 holur á laugardag og á Hellu stóð til að leika 18 á laugardag og 18 á sunnudag. Að lokum fór svo að seinni umferðinni á Hellu var aflýst vegna öskufalls og heilbrigðissjónarmiða. Laugardagurinn var því látinn gilda til úrslita.

Í Garðabænum var árangur okkar fólks eftirfarandi:

Stúlknaflokkur 15-16 ára

2. Helga Kristín Einarsdóttir 99 högg

3. Margrét Mjöll Benjamínsdóttir 115 högg

 

Drengjaflokkur 14 ára og yngri

10. Hjalti Sigurðsson 88 högg

18. Sigurður Örn Einarsson 92 högg

42. Óskar Dagur Hauksson 106 högg

Fínn árangur hjá okkar fólki og sérstaklega áhugaverð spilamennska hjá Hjalta Sigurðssyni. Hjalti er nýr í klúbbnum en hefur verið viðloðandi Nesvöllinn síðustu árin og verið fastagestur á barna- og unglinganámskeiðunum. Mjög efnilegur kylfingur Hjalti sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Á Hellu áttum við 3 keppendur.

Strákar 17-18 ára

10. Jónatan Jónatansson 77 högg

12. Dagur Jónasson 78 högg

 

Stelpur 15-16 ára

8. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir 92 högg

Þessir kylfingar eru allir hluti af afrekshópi Nesklúbbsins. Árangurinn er viðunandi en þau geta leikið betur. Það ber þó að hafa í huga að einungis 2 kylfingar af 120 náðu forgjafarlækkun.

Byrjunin á sumrinu lofar góðu og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.