Skráning hafin á krakka- og unglinganámskeiðin

Nesklúbburinn Unglingastarf

Skráning hófst í dag á krakka- og unglinganámskeiðin sem haldin verða í sumar. Markmiðið með námskeiðunum er að kenna undirstöðuatriðin í golfleik, helstu golfreglur, framkomu og umgengni á golfvelli.

Yfirumsjón með námskeiðunum verður í höndum Nökkva Gunnarssonar golfkennara.

Námskeið 1.    06. – 10. júní  kl. 09.00 – 12.00

Námskeið 2.    14. – 16. júní  kl. 09.00 – 12.00 (3 daga námskeið.  kr. 5.400)

Námskeið 3.    20. – 24. júní  kl. 09.00 – 12.00

Námskeið 4. stúlknanámskeið  27. júní – 01. júlí kl. 09.00 – 12.00

Aldurstakmark er 8 ár og verð pr. námskeið kr. 9.000

Skráning í síma: 561-1930