Sveitakeppni unglinga um liðna helgi

Nesklúbburinn Unglingastarf

Sveitakeppni krakka og unglinga var haldin síðastliðna helgi.  Nesklúbburinn sendi fjórar sveitir til leiks og hafa þær aldrei verið jafn margar.  Á Þorlákshafnarvelli léku piltar 18 ára og yngri.  Átta sveitir voru skráðar til leiks og þ.m.t. sveit Nesklúbbsins sem hafnaði í 6. sæti.  Á Hólmsvelli í Leiru léku stúlkur 18 ára og yngri.  Fimm sveitir voru skráðar til leiks og endaði þar sveit Nesklúbbsins í 5. sæti.  Á Selsvelli á Flúðum öttu kappi sveitir skipaðar drengjum 15 ára og yngri.  Þar voru skráðar til leiks 22 sveitir og sendi Nesklúbburinn í fyrsta skipti tvær sveitir til leiks sem höfnuðu í 20. og 22. sæti.  Allar sveitirnar stóðu sig mjög vel og fóru margir leikirnir fram á síðustu holur og jafnvel í bráðabana sem því miður féllu ekki okkar megin í ár.  Einnig ber að hafa í huga að bæði í sveitakeppni stúlkna og drengja 15 ára og yngri voru sendar mjög ungar sveitir og eiga krakkarnir þar frá tveimur og upp í fimm ár eftir í sömu aldursflokkum.  Framtíðin er því björt hjá ungu kynslóðinni í klúbbnum og ómetanleg reynsla og skemmtun sem krakkarnir fengu um helgina.  Það var einnig ánægjulegt að heyra það frá liðsstjórum sveitanna að öllum okkar krökkum var hælt oft og iðulega af öðrum liðum fyrir prúðmannlega framkomu bæði innan sem utan golfvallarins.