Úrslit í opna Coca-Cola mótinu

Nesklúbburinn Almennt

Það var fyrir margar sakir sögulegt mótið sem fór fram á Nesvellinum í dag.  Opna Coca-Cola mótið, elsta opna golfmót á landinu sem hélt upp á 50 ára afmæli sitt í ár var haldið í vægast sagt bálkvassri norðanátt.  Af þeim 106 kylfingum sem skráðu sig til leiks mættu allir til leiks, en því miður voru aðeins 58 sem kláruðu sökum veðurs. Flestir þeirra sem kláruðu fóru út í morgun enda veðrið skaplegra  þá en eftir hádegi voru eingöngu 12 sem kláruðu þrátt fyrir að fullt hafi verið í öllum ráshópum og allir hafið leik.  Skor leikmanna var í takt við veðrið og var aðeins einn kylfingur, Lárus Gunnarsson úr Nesklúbbnum sem náði að leika völlinn undir 80 höggum en hann lék á 78 höggum.  Hann sigraði einnig í höggleiknum með forgjöf þar sem hann var á 71 höggi nettó.  Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti – Lárus Gunnarsson, NK – 78 högg

2. sæti – Vilhjálmur Árni Ingibergsson, NK – 82 högg

3. sæti – Haukur Óskarsson, NK – 83 högg (eftir bráðabana)

Höggleikur með forgjöf:

1. sæti – Lárus Gunnarsson, NK – 71 högg

2. sæti – Ágúst Þorsteinsson, NK – 75 högg

3. sæti – Hinrik Þráinsson, NK – 76 högg

Nándarverðlaun:

2./11. braut – Vilhjálmur Árni Ingibergsson, NK – 3,48M frá holu

5./14. braut – Andri Sigurðsson, NK – 111CM frá holu

8./17. braut – Andri Sigurðsson, NK – 1,02 M frá holu