Um helgina fer fram fyrsta stigamótið í Arionbanka mótaröð unglinga og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu. Mótin á mótaröðinni verða í heildina sex talsins í sumar og telja öll til stiga á stigalistanum. Keppt verður í sex flokkum, skipt upp eftir aldri og kyni. Á sama tíma fer fram fyrsta mótið á áskorendamótaröð unglinga en það mót fer fram í Mýrinni hjá GKG. Áskorendamótaröðin er fyrir þá krakka og unglinga sem ekki komast inn á mótaröð unglinga og eiga því kost á því að taka þátt í 18 holu forgjafarmóti sem haldið verður á laugardögum á sama tíma og stigamót unglinga. Krakkar og unglingar úr Nesklúbbnum munu keppa á báðum þessum mótum. Á Hellu verða fjórir keppendur sem keppa í þremur flokkum og á Áskorendamótaröðina fara fimm krakkar sem munu keppa í tveimur flokkum. Hægt verður að fylgjast með gengi þeirra og annarra golf.is.