Púttmót á morgun

Nesklúbburinn Almennt

Þriðja síðasta púttmót vetrarins verður haldið í Laugardalshöllinni á morgun á milli kl. 11.00  og 13.00.  Nú þegar hafa 14 kylfingar náð þátttöku í lokamótinu en þrír efstu kylfingar á hverjum sunnudegi vinna sér inn þátttökurétt í lokamótinu sem haldið verður í framhaldi af hefðbundnum púttdegi sunnudaginn 17. mars þar sem keppt verður um glæsileg verðlaun.