Úrslit úr Ágústmóti unglinga

Nesklúbburinn Unglingastarf

Annað unglingamót sumarsins fyrir unglinga 15 ára og yngri fór fram miðvikudaginn 3. ágúst. Góð þátttaka var í mótinu og skemmtu keppendur sér afar vel á vellinum. Mikið var um góð tilþrif í mótinu, og hafa nær allir unlingarnir tekið miklum framförum það sem af er sumrinu.

Tekin voru upp nokkur myndbönd úti á velli í mótinu, en þau má finna á YouTube síðu unglingastarfs NK.

http://www.youtube.com/nkjuniors

Úrslit úr mótinu má finna á golf.is, en helstu úrslit voru þessi:

Drengir
1. Fannar Freyr Ómarsson 21 punktur
2. Kristófer Orri Pétursson 21 punktur
3. Sveinn Rúnar Másson 20 punktar

Stúlkur
1. Salvör Ísberg 23 punktar
2. Hilda Björk Friðriksdóttir 18 punktar

Lægsta skor: Sveinn Rúnar Másson 43 högg