Byggt & búið hjóna- og parakeppni – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Það var brakandi blíða á Nesinu þegar Byggt & búið hjóna- og parakeppnin fór fram laugardaginn 6. ágúst. Leikið var með Greensome fyrirkomulagi sem menn eru sammála um að reynt geti öðru fremur á samband karls og konu, hvort heldur sem um ræðir hjón, pör, feðgin, mæðgin, systkin, vinafólk eða vandalausa. Þó voru allir sammála um í lok mótsins – sem tók aðeins rétt rúma fjóra klukkutíma – að leikfyrirkomulagið er skemmtilegt og fljót leikið.

Leikinn var höggleikur með forgjöf en lögð var saman forgjöf beggja leikmanna og deilt með tveimur. Afar gott skor náðist í mótinu og léku fjölmörg pör undir pari vallar með forgjöf.

Nándarverðlaun:
2./11. braut – Ragnheiður Guðjónsdóttir      2,92 m 
5./14. braut – Margrét Kristmannsdóttir       0,36 m

Úrslit:
1. sæti – Guðrún Valdimarsdóttir og Hörður Felix Harðarson      62 högg nettó
2. sæti – Ragnheiður Guðjónsdóttir og Þorsteinn Guðjónsson    63 högg nettó
3. sæti – Margrét Jónsdóttir og Elías Halldór Leifsson                 63 högg nettó