Hola 4 | Par 4 | Forgjöf 3/4 | 327 | 285 |
Lóa er algengur gestur á Suðurnesi. Hún hleypur oft á vorin um fjörðu braut. Hún verpir í móa og hefur hreiður hennar fundist á Suðurnesi. Lóan safnast á haustin í fjörum fyrir brottför suður á boginn.
Fjórða braut er par 4 og 327 m löng. Erfiðleikar hennar felast í að hún er í hundslöpp til vinstri með vallarmörk og vatnstorfæru vinstra megin á fyrri hluta brautarinnar. Kringum flötina sem er á tveimur pöllum er djúp glompa vinstra megin og hægra megin grunn glompa. Fjórða braut spilast erfiðasta brautin þegar tekin eru saman skor eftir meistaramót.