Staðarreglur á Nesvellinum

STAÐARREGLUR

Frá 18. maí 2019

1. Vallarmörk eru merkt með hvítum hælum umhverfis völlinn, steyptur kantur eftir hægri hlið vegar á fyrrihluta 4./13 brautar markar vallarmörk   og hvítum máluðum línum vinstra megin við 4./13. braut og  hægra  megin við 8./17.   Við leik á 8./17. braut er svæði vinstra megin þeirrar brautar út af. Lína sem afmarkar þetta svæði er mörkuð með hvítum hælum, að tvöföldum hælum sem er ofan við mastur og þaðan í beinni  línu til vinstri þvert yfir 5./14. og 9./18. braut, að hvítum tvöföldum hælum (á hól) við áhaldahúss. Þegar aðrar holur eru leiknar eru þessir hælar óhreyfanlegar hindranir lausn skv. reglu 16-1b.

2. Ef bolti lendir í mastri eða vír við leik á 9./18 holu er höggið afturkallað vítalaust. Leikmaðurinn verður að leika að nýju þaðan sem fyrra högg var slegið. (Sjá reglu 14.6 um hvað eigi að gera).

3. Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið, svo og allir fjarlægðarhælar eru óhreyfanlegar hindranir (Regla 16-1b).

4. Grund í aðgerð er merkt með bláum hælum eða bláum línum á vellinum. Lausn skv. R 16-1b

5. Fjarlægðarhælar eru óhreyfanlegar hindranir. (Regla 16.1a)

Tímabundnar sérreglur sem gilda frá og með 29. júní 2019

A:  Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar á má leikmaðurinn taka vítalausa lausn áður en högg er slegið, með því að lyfta, hreinsa og leggja boltann eða annan bolta innan þessa lausnasvæðis sem er ein kylfulengd og leika honum þaðan. Það má ekki vera nær holu og verður að vera á almenna svæðinu. Þetta verður að gera skv. reglum 14.2b(2) og 14.2e.

Á flötum er veitt lausn ef viðgerðir vegna skemmda eftir gæsir eru leiklínu.

B. Ef leikmaður veit ekki hvort bolti hans er innan vítasvæðis á 3./12. braut má leika varabolta skv. reglu 18.3 Finnist upphaflegi boltinn innan vítasvæðisins og innan 3 mínútna má leikmaðurinn velja hvorn boltann leikmaðurinn notar.  Sé varaboltinn notaður telst með vítahögg og slegið högg.

C. Afmörkuð svæði á 6./15. braut og 9./18. braut eru bannsvæði og eru merkt með bláum hælum með grænum toppi þau marka svæði til verndar fuglavarpi. Leikur og leit er óheimil. Lausn er á fallreitum (beggja vegna) við enda svæðanna.

D. Bolta sem leikið er á 4./13. braut og stöðvast innan vallar á veginum gegnum brautina og á plastmottunum má láta falla á fallreit við veginn.

E. Notkun farsíma til fjarskipta er óheimil.! Undantekning ef hringja þarf í dómara.

Víti fyrir brot á staðarreglu:

Holukeppni: holutap
Höggleikur: 2 högg í víti

Að öðru leyti gilda reglur

The R&A Rules Ltd.        

Næstu mót

Veðrið á Nesinu

Lítils háttar slydda
Dags:10.12.2019
Klukkan: 17:00:00
Hiti: 1°C
Vindur: N, 19 m/s

Styrktaraðilar NK

World ClassBykoCoca ColaReitir FasteignafélagIcelandairSecuritasRadissonIcelandair CargoNesskipEimskipEccoForval66°NorðurOlísÍslandsbanki

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Draumahringurinn

Draumahringurinn er innanfélagsmót Nesklúbbsins þar sem keppt er með Eclectic keppnisfyrirkomulagi. Hér er á ferðinni alveg einstök keppni sem á sér ekki hliðstæðu annarstaðar.

Meira

Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira