Leikhraði og almenn umgengni

LEIKHRAÐI OG ALMENN UMGENGNI

  • Svo sem fram kemur í reglum Nesklúbbsins um rástímaskráningur, ber öllum kylfingum að skrá sig í rástíma áður en leikur hefst.
  • Hefja skal leik stundvíslega á skráðum rástíma. Séu liðnar meira en 5 mínútur eftir rástíminn er settur og kylfingar hafi ekki hafið leik fellur rástíminn niður
  • Hámarkstími til að leika völlinn er tvær klukkustundir og tíu mínútur. Athugið að séu kylfingar að leika 18 holur þarf að bóka tvo rástíma og mælum við með því að það séu tvær klukkstundir og tíu mínútur á milli rástímanna að lágmarki.  Hinsvegar bjóðum við upp á endurbókun rástíma eftir 110 mínútur og er það þá alfarið á ábyrgð kylfinga að ná því.  Náist það ekki fellur rástíminn niður og kylfingar hafa engan rétt gagnvart þeim ráshópum sem á eftir fylgja.
  • Mikilvægt er að ráshópar sem spila hægar en ráshópurinn fyrir aftan hleypi hraðari hópum fram úr. Miða skal við að hleypa skuli framút þegar næsta braut fyrir framan fyrri hópinn er auð.
  • Munum að ef við höldum í við næsta ráshóp á undan höldum við réttum leikhraða – við getum ekki gert betur.
  • Varðandi almenna umgengni og framkomu á golfvellinum, æfingasvæðinu og golfskálann bendum við á siðareglur, umhverfisstefnu, gæðahandbók og persónuverndarstefnu klúbbsins sem sjá má hér á heimasíðunni.
  • Ef við tökum með okkur veitingar eða annað sem skilur eftir sig úrgang – tökum hann með okkur undantekningalaust til baka. Það var pláss í pokanum þegar við tókum það með okkur út og þá er pláss til að taka það til baka.  Það kostar ekkert og sýnir umhverfi og náttúrunni virðingu.
  • Munum að undantekningalaust eru vallarstarfsmenn í rétti. Við sláum aldrei undir nokkrum kringumstæðum í áttina að þeim heldur bíðum ávallt eftir að þeir klári sín verk.  Þetta er samvinna sem á að geta gengið upp og það kostar í versta falli smá þolinmæði.
  • Lögum ávallt torfuför þau sem við skiljum eftir okkur og gerum við boltaför á flötum. Það er fín regla að gera við sitt eigið boltafar og eitt til viðbótar.
  • Skiljum við glompur eins og við viljum koma að þeim – rökum eftir okkur og gerum að vel.
  • Golf er heiðursmannaíþrótt – sýnum náunganum ávallt virðingu með því að hafa hljóð og stöndum kyrr á meðan aðrir eru að slá.
  • Höldum gleðinni – það á að vera gaman í golfi og það eru forréttindi að leika golf á Nesvellinum.

Brjóti félagsmaður alvarlega eða ítrekað gegn reglum félagsins getur aganefnd beitt viðkomandi viðurlögum sem geta verið áminning, tímabundinn missir réttinda til þess að mega skrá rástíma, tímabundinn missir réttinda til þess að leika á golfvelli félagsins eða brottvísun úr félaginu.  Ákvörðun um brottvísun úr félaginu skal tekin af stjórn Nesklúbbsins.