Búið er að draga í ráshópa fyrir höggleikinn í Einvíginu á Nesinu, hinu árlega góðgerðarmóti sem fram fer á mánudaginn á Nesvellinum. Höggleikurinn er fyrst og fremst hugsaður sem æfingahringur fyrir keppendur mótsins en í fyrsta skipti í ár mun hann skipta miklu máli fyrir tvo kylfinga. Samkvæmt reglugerð mótsins mun einn þeirra tíu kylfinga sem keppa í Einvíginu vinna sér inn þátttökurétt með sigri í þeim þremur opnu mótum sem fram fara á Nesinu fram að Einvíginu. Í ár voru það þeir Ólafur Björn Loftsson, sigurvegari Opna Þjóðhátíðardagsmótsins, Nökkvi Gunnarsson, siguvegari Opna Úrval-Útsýn og Þórarinn Gunnar Birgisson, sigurvegari Radisson Blu – Hótel Saga mótsins sem unnu sér inn þátttökurétt. Ólafur Björn á því miður ekki heimagegnt þar sem hann verður að keppa fyrir Íslands hönd í evrópumóti einstaklinga sem fram fer í Svíþjóð í vikunni. Það verða því Nesmennirnir Nökkvi og Þórarinn Gunnar sem munu keppa sérstaklega í höggleiknum um morguninn og mun sá sem fer 9 holurnar á færri höggum vinna sér inn þátttökurétt í Einvíginu sjálfu. Höggleikurinn mun hefjast klukkan 10.00 á mánudagsmorgunn og má sjá skipan ráshópanna má sjá á golf.is