Íslandsmót Golfklúbba – Nesklúbburinn sendi að sjálfsögðu lið

Nesklúbburinn Almennt

Íslandsmót golfklúbba fer fram núna í vikunni.  Nesklúbburinn sendir að sjálfsögðu lið til keppni í bæði karla- og kvennaflokki.
Karlasveit NK endaði í 3. sæti í 2. deild á Íslandsmóti Golfklúbba í Öndverðarnesi sem lauk í gær. Strákarnir unnu 4 af 5 leikjum í mótinu en töpuðu í undanúrslitum í bráðabana og léku því um 3. sæti og tryggðu sér bronsið með sigri á Golfklúbbnum Oddi í gær.
Sveit Golfklúbbsins Keilis sigraði 2. deildina í ár og óskum við þeim til hamingju með sigurinn og sæti efstu deild að ári.
Karlasveitin var skipuð eftirfarandi leikmönnum:
Bjarni Þór Lúðvíksson
Guðmundur Örn Árnason
Heiðar Steinn Gíslason
Kjartan Óskar Guðmundsson
Magnús Máni Kjærnested
Ólafur Marel Árnason
Steinn B. Gunnarsson
Sveinn Þór Sigþórsson
Liðstjóri NK sveitarinnar er Pétur Már Harðarson
Kvennasveitin okkar sem sigraði 2. deildina í fyrra byrjaði Íslandsmótið í gær með tveimur leikjum. NK tapaði fyrir sterkum sveitum GKG og GM í fyrstu tveimur leikjum riðilsins.  Leikið er í Mosfellsbæ og hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.  Þær eru nú að spila mikilvægan leik við Golfklúbbinn Odd um 3. Sæti riðilsins.
Kvennasveitin okkar er skipuð eftirfarandi keppendum:
Ágústa Dúa Jónsdóttir
Elsa Nielsen
Helga Kristín Einarsdóttir
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Karlotta Einarsdóttir
Ragna Ingólfsdóttir
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir
Þyrí Valdimarsdóttir
Hér er hægt að fylgjast með gangi mála hjá stelpunum okkar í 1. deildinni: