Lokaumferðirnar í Öldungabikarnum fóru fram í gær. Keppni var æsispennandi allt til enda en svo fór á lokum að Hinrik Þráinsson bar sigur úr býtum. Hinrik tapaði ekki leik og hlaut 5,5 vinninga eins og Hörður R. Harðarson en eins og reglur mótsins gefa segja til um er Hinrik sigurvegari þar sem hann var í hærra sæti eftir næst síðustu umferð en Hörður.
Hástökkvari mótsins var Oddný Ingiríður Yngvadóttir en hún hoppaði upp um 36 sæti frá fyrstu umferð.
Þau Hinrik og Oddný hlutu bæði glæsilega gjafavinninga frá NTC að launum.
Öldungabikarinn er haldinn árlega og er spiluð holukeppni þar sem keppendur raðast upp eftir monrad fyrirkomulagi. Fjörtíu og átta þátttakendur mættu til leiks og komust færri að en vildu
.
Lokastaða efstu keppenda var eftirfarandi:
- sæti: Hinrik Þráinsson – 5,5 vinningar
- sæti: Hörður R. Harðarson – 5,5 vinningar
- sæti: Egggert Eggertsson – 5 vinningar
- sæti: Kristján Björn Haraldsson – 4,5 vinningar
- sæti: Gísli Steinar Gíslason – 4,5 vinningar
- sæti: Aðalsteinn Jónsson – 4,5 vinningar
- sæti: Oddný Ingiríður Yngvadóttir – 4 vinningar
- sæti: Þorsteinn Guðjónsson – 4 vinningar
- sæti: Friðþjófur Helgason – 4 vinningar
- sæti: Sævar Egilsson – 4 vinningar
- sæti: Jón Garðar Guðmundsson – 4 vinningar
- sæti: Gauti Grétarsson – 4 vinningar
- sæti: Baldur Þór Gunnarsson – 4 vinningar