300 umsókna múrinn brotinn

Nesklúbburinn Almennt

Í gær, mánudaginn 26. júní 2011 klukkan 11.30 var send inn umsókn sem er númer 300 á biðlista eftir að komast í klúbbinn og þegar að þetta er skrifað rúmum sólahring síðar, eru þær orðnar 305.  Gríðarleg eftirspurn hefur verið í klúbbinn undanfarin ár og hefur til að mynda umsóknum fjölgað um 160 síðan í fyrravor.  Eru umsóknirnar frá fólki á öllum aldri sem skiptist nokkuð jafnt eftir kyni.  Rúmlega 200 af þessum umsóknum eru frá einstaklingum af Seltjarnarnesi en þar fyrir utan eru búseta fólks að mestu leyti í Vesturbæ Reykjavíkur.  Klúbburinn hefur í mörg ár reynt að fá aukið landssvæði fyrir æfingavöll sem myndi létta verulega á bið þess fólks sem í röðinni er.  Það hefur því miður ekki fengið  jákvæðan hljómgrunn yfirvalda bæjarins ennþá.  Miðað við síðastliðið vor þegar að teknir voru inn í klúbbinn 17 nýir félagar í stað þeirra 17 sem hættu í klúbbnum má reikna með að bið þess aðila sem skilaði inn umsókn númer 300 gæti verið allt að 17 til 18 ár eftir inngöngu.  Það er vonandi að það verði nú ekki raunin.