Krían orpin

Nesklúbburinn Almennt

Krían er loksins orpin þetta árið en um helgina sáust nokkur hreiður með eggjum í.  Venjulega kemur krían í kringum 11. maí en þetta árið kom hún ekki fyrr en 25. maí sem hópur.  Að öllu jafna verpir hún svo mánuði síðar þegar hún kemur á Suðurnesið sem kemur heim og saman við dagatal helgarinnar.  Því miður er það kvíðvænlegt að hún sést ekki með sandsíli í gogginum heldur einungis hrognkelsa síli.  Þess má einnig geta að æðarkolluhreiðrin umhverfis völlin voru talin um helgina og hafa þau ekki verið fleiri áður.