63 konur mættu í Einnarkylfukeppnina

Nesklúbburinn Kvennastarf

Þrátt fyrir hávaðarok og leiðindaveður mættu 63 konur í Einnarkylfukeppni NK-kvenna sem haldin var á Nesvellinum í gær.  Var leyfilegt að spila með einni kylfu í mótinu ásamt pútter og var leikið eftir punktafyrirkomulagi með fullri forgjöf.  Að móti loknu var svo matur og verðlaunaafhending þar sem konurnar skemmtu sér konunglega.  Við útreikninga fyrir úrslit mótsins gerðust þau leiðinlegu mistök að verðlaun voru ekki afhent réttilega.  Þannig var að tvær alnöfnur voru í mótinu sem báðar heita Margrét Jónsdóttir.  Þrátt fyrir að reynt hafi verið að fullvissa sig um að um rétta Margréti væri að ræða að þá kom allt fyrir ekki og fékk sú Margrét sem mótið vann því miður ekki sín verðlaun í gær.  Mótsstjórn biður þær báðar innilegrar afsökunar á þessum mistökum.  Úrslit mótsins urðu annars eftirfarandi:

Aukaverðlaun:

Lengsta upphafshögg á 1. holu – Ragnheiður Guðjónsdóttir

Næst holu á 2. holu –  Bjargey Aðalsteinsdóttir, 1,99 metra frá holu

Næst holu á 5. holu – Kristín Ólafsdóttir, 1,86 metra frá holu

Punktakeppni:

1. Sæti – Margrét Jónsdóttir – 18 punktar

2. Sæti – Ragnheiður Guðjónsdóttir – 16 punktar

3. Sæti – Bára Guðmundsdóttir – 15 punktar