OPNA COCA-COLA – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Opna COCA-COLA mótið fór fram um helgina.  Mótið sem er elsta opna golfmót var fyrst haldið 1961 og hefur verið haldið allar götur síðan.  Fyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf  og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti: Einar Long, GR – 68 högg
2. sæti: Davíð Jónsson, GSG – 69 högg
3. sæti: Þórir Snær Hjaltason, GR – 70 högg

Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti: Aðalsteinn Jónsson, NK – 43 punktar
2. sæti: Ólafur J. Straumland, GKG – 43 punktar
3. sæti: Magdalena Wojtas, GVS –  41 punktar

Nándarverðlaun á par þrjú brautum voru hlutskörpust þau:

Örn Árnason, Erna Jónsdóttir og Samúel Ívar Árnason

Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu Nesklúbbsins á milli kl. 09.00 og 17.00