Betri bolti – mótinu frestað um viku

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

BETRI BOLTI – INNANFÉLAGSMÓT 

í samstarfi við Icelandair Cargo

Mótið hefur verið fært til Laugardagsins 2. september vegna slæmrar veðurspár.  

Leikfyrirkomulag: Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er þó punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk hærri punkta á holu.

Hámarksforgjöf: 24

Teigar: Karlar leika af teigum 49 og konur leika af teigum 44

Verðlaun:

  1. sæti: Kr. 50.000 gjafabréf frá Icelandair x2
  2. sæti: Kr. 30.000 gjafabréf frá Icelandair x2
  3. sæti: Kr. 20.000 gjafabréf frá Icelandair x2

Nándarverðlaun:

2. braut: 10.000 kr. Gjafabréf frá Icelandair
5. braut: 10.000 kr. Gjafabréf frá Icelandair
8. braut: 10.000 kr. Gjafabréf frá Icelandair (í tveimur höggum)
9. braut: 10.000 kr. Gjafabréf frá Icelandair

Ef keppendur eru jafnir í verðlaunasæti ráðast úrslit af síðustu 9 holum, ef enn er jafnt þá á síðustu 6 holum, síðan síðustu 3, þá síðustu holu og að lokum hlutkesti.

Ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 14.00.

Verðlaunaafhending (og skorkortaverðlaun) í mótslok auk sameiginlegs kvöldverðar sem er innifalinn í mótsgjaldi.

Þátttökugjald: kr. 8.000 pr. mann eða kr. 16.000 á lið

Skráning á golfbox byrjar föstudaginn 18. ágúst kl. 12.00 lýkur föstudaginn 25 ágúst kl. 14.00.  ATH: skrá verður báða leikmenn inn samtímis.  Takmarkaður þátttökufjöldi er 52 leikmenn eða (26 lið).