Kæru félagsmenn,
Fyrirhugað er að halda aðalfund Nesklúbbsins vegna síðasta starfsárs þriðjudaginn 28. nóvember 2023. Á aðalfundi verða kjörnir þrír stjórnarmenn til tveggja ára, auk formanns til eins árs. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til þessara starfa tilkynni framboð sitt til eins neðangreindra kjörnefndarmanna eigi síðar en 14. nóvember næstkomandi. Boðað verður til fundarins með minnst viku fyrirvara og ber að kynna framboð til stjórnar í aðalfundarboði. Berist ekki næg framboð skal kjörnefnd hlutast til um að afla nauðsynlegs fjölda framboða.
Í kjörnefnd eiga sæti:
Árni Vilhjálmsson (arni@logos.is)
Jóhann Karl Þórisson (johann.karl@lrh.is)
Þórkatla Aðalsteinsdóttir (thorkatla@lifogsal.is)
Stjórnin