Völlurinn í vetrarbúning og Nesvellir opna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagsmenn,

Þar sem að spáð hefur verið frosti næstu daga hafa teigmerkin verið tekin inn og því ekki heimilt að spila lengur á sumarteigum.  Við ætlum að reyna að spila áfram inn á sumarflatir en gera má gera ráð fyrir að leikið verði suma daga inn á vetrarflatir  Búið er að slá vetrarflatirnar og er það ósk og um leið beiðni vallarnefndar og -stjóra að fylgja þeim reglum undantekningarlaust sem völlurinn er settur upp hverju sinni. Eins og alltaf á þessum tíma árs er völlurin EINGÖNGU OPINN FYRIR FÉLAGSMENN NESKLÚBBSINS.

Nesvellir, inniaðstaða klúbbsins, opnar skv. vetraropnun á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember.  Við hvetjum félagsmenn til þess að nýta sér aðstöðuna og þeir sem vilja hafa fasta tíma að bóka þá tímanlega þar sem gert er ráð fyrir að eftirspurnin verði mikil á ákveðnum dögum.

Að lokum minnum við svo félagsmenn á að svara skoðanakönnuninni frá Gallup.  Ítrekun vegna hennar var send út á þá sem ekki höfðu svarað í gær.  Þín skoðun skiptir okkur máli.