Boltavélin lokar í dag

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Nú styttist óðum í að völlurinn fari í endanlegan vetrarbúning.  Við munum þó reyna eftir fremsta megni að leyfa spil inn á sumarflatir en tökum út af þeim þegar þurfa þykir og eins og áður biðlum til ykkar að virða það.

Þar  sem vélaflotinn fer nú i yfirhalningu yfir veturinn, þ.m.t. týnslubíllinn munum við loka boltavélinni frá og með deginum í dag.  Minnum því enn og aftur á Nesvelli en þar er hægt að slá á æfingasvæði í 20 stiga hita og fá um leið nákvæmar tölur um hve langt boltinn fer og í hvaða átt.  Það sem sagt er ekki bara hægt að spila golfvelli í hermunum – það svo margt annað í boði líka.  Endilega kynnið ykkur þetta með því að droppa við – jafnvel í einn bollla, sendið tölvupóst á nesvellir@nkgolf.is eða hringið í síma: 561-1910.

Vallarnefnd