Sveitakeppnirnar framundan

Nesklúbburinn Almennt

Hinar árlegu sveitakeppnir Golfsambands Íslands eru nú framundan en það eru keppnir á milli allra golfklúbba landsins.  Vegna fjölda klúbbanna hefur þessu verið raðað upp í deildir eins og þekkjast sennilega best úr boltaíþróttum.  Hver klúbbur sendir eina sveit til leiks og er í flokki karla og kvenna hver sveit skipuð átta kylfingum úr viðkomandi klúbbi.  Nesklúbburinn hefur ávallt lagt metnað sinn í að senda frambærilegar sveitir í báðum flokkum og öllu jafna gengið nokkuð vel.  Í ár verður þar að sjálfsögðu engin undantekning og hafa nú báðar sveitir verið valdar af liðsstjórum sveitanna.

Kvennasveit klúbbsins mun keppa í 1. deild á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.  Sú sveit er skipuð eftirfarandi konum:

Ágústa Dúa Jónsdóttir, Áslaug Einarsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, Karlotta Einarsdóttir, Kristín Erna Gísladóttir, Þuríður Halldórsdóttir og Þyrí Valdimarsdóttir.  Liðsstjóri verður Sigrún Edda Jónsdóttir.

Karlasveit klúbbsins mun keppa í 2. deild á Strandarvelli á Hellu.  Sú sveit er skipuð eftirfarandi körlum.

Gauti Grétarsson, Guðjón Ármann Guðjónsson, Guðmundur Örn Árnason, Nökkvi Gunnarsson, Oddur Óli Jónasson, Rúnar Geir Gunnarsson, Steinn Baugur Gunnarsson og Þórarinn Gunnar Birgisson.  Liðsstjóri verður Jónas Hjartarson.

Sveitakeppnirnar fara fam dagana 12. – 14. ágúst.

Síðar í ágúst verða svo sveitakeppnir eldri kylfinga og unglinga og verður nánar fjallað um þær keppnir síðar.