Forkeppni fyrir ECCO bikarkeppnina fór fram í dag. Blíðskaparveður var fram eftir degi en undir kvöld komu skúrir öðru hverju. Skor dagsins var í takt við veðrið og sáust oft á tíðum ansi glæsilegar tölur á skorkortum þátttakenda. Helga Kristín Einarsdóttir átti sannkallaðan draumahring en hún kom inn á 65 höggum með forgjöf sem er frábær árangur. Nökkvi Gunnarsson lék best allra án forgjafar en hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari vallarins. Er þetta annað mótið í röð sem Nökkvi sigrar án forgjafar en hann sigraði einnig í BYKO vormótinu sem haldið var um síðustu helgi. Í mótinu voru m.a. veitt nándarverðlaun á 8./17. holu fyrir að vera næst holu í tveimur höggum. Svo skemmtilega vildi til að þrír kylfingar, þeir Rúnar Geir Gunnarsson, Garðar Rafn Halldórsson og Oddur Óli Jónasson léku allir holuna á erni (tveimur höggum). Var því dregið úr skorkortum sem Oddur Óli vann. Helstu úrslit urðu annars eftirfarandi:
Án forgjafar:
1. sæti – Nökkvi Gunnarsson – 67 högg
2. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson – 69 högg
3. sæti – Haukur Óskarsson – 71 högg
Með forgjöf:
1. sæti – Helga Kristín Einarsdóttir – 65 högg
2. sæti – Gunnar Halldórsson – 69 högg
3. sæti – Nökkvi Gunnarsson – 69 högg
Nándarverðlaun:
2./11. hola -Steinn Baugur Gunnarsson, 1.07 metar
5./14. hola – Eggert Rafn Sighvatsson, 43 cm.
8./17. hola í tveimur höggum –