Krían komin

Nesklúbburinn Almennt

Krían er komin á Nesvöllinn.  Fjórir félagar í klúbbnum staðfestu það að leik loknum í morgun að þeir hefðu bæði séð og heyrt í kríum niður við 5 braut.  Samkvæmt fuglafróðum heimildarmönnum nkgolf.is hefur krían að öllu jafna komið á Nesvöllinn á bilinu 9. – 11. maí og er því aðeins of sein þetta árið.  Hvort að það gefi fyrirheit á eitthvað gott eða slæmt skal ósagt látið, en það er fagnaðarefni að Krían, aðalsmerki Nesklúbbsins og vallarins, sé loksins komin heim þetta árið.