ECCO holukeppnirnar halda áfram á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Eins og fram hefur komið eru nú bæði ECCO bikarkeppnin og Klúbbmeistari í holukeppni leikið eftir nýju fyrirkomulagi.  Þannig eru nú allir leikirnir í útsláttarkeppnunum leiknir á fyrirfram ákveðnum dögum.  þetta hefur mælst vel fyrir hjá þátttakendum og skapar bæði meiri stemningu og allir vita hvenær þeir eiga næsta leik.

Nú er fyrstu umferðunum lokið í báðum keppnum.  Leikar munu halda áfram á morgun, mánudag þegar 16 manna úrslitin í ECCO bikarkepppninni fer fram og svo á þriðjudaginnn og miðvikudag þegar 8 manna úrslit í báðum keppnum fara fram.

Hægt ert að fylgjast með stöðu mála í ECCO bikarkeppninni með því að smella hér og í Klúbbbmeistara í holukeppni með því að smella hér

Mótanefnd