Holukeppni NK kvenna – skráningu lýkur á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Kæru NK konur

Nú lýkur skráningu í nýja viðburðinn okkar í sumar – holukeppni NK kvenna.   það eru nokkur sæti laus og hvetjum við þær sem ekki eru skráðar að gera það, því þetta er til gamans gert og við lærum allar helling á þessu.

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um mótið – svo skráið þið ykkur á golf.is eða með því að smella hér:

Holukeppni NK kvenna

Í sumar ætlum við að bæta í kvennastarfið og bjóða upp á holukeppni NK kvenna.  Flestar erum við vanar að spila alltaf eftir punktafyrirkomulagi eða höggleik.  Okkur finnst tilvalið að gera starfið fjölbreyttara og um leið vonandi skemmtilgegra með þessari viðbót.  Við viljum þannig kynna fyrir þeim sem ekki þekkja þetta skemmtilega fyrirkomulag og má til gamans geta og fyrir þær sem ekki vita elsta keppnisfyrirkomulagið í golfi.

Um er að ræða holukeppni þar sem hámarksfjöldi keppenda verður 64 konur og stendur yfir frá 1. júní og fram að Lokamóti kvenna þann 6. september.

Raðað verður í fyrstu umferð af handahófi.

Leikið er með forgjöf og er hámarksvallarforgjöf gefin 36.  Það þýðir samt ekki að þær sem eru með hærri forgjöf geta ekki verið með heldur er þetta bara hámarksforgjöfin sem gefin er í mótinu.

Búið er að opna fyrir skráningu á golfbox (smella hér) og stendur skráning yfir til og með 20. maí –

Sigurvegari í holukeppninni hlýtur titilinn Holumeistari NK Kvenna og er krýnd í lokahófi NK Kvenna.

Hvetjum allar konur til að taka þátt. Kjörið tækifæri til að kynnast betur á vellinum.

Vonumst eftir góðri þátttöku.

Reglur má lesa í viðhengi, á heimasíðu klúbbsins og á FB síðu NK kvenna: NK konur – Kríurnar

Kveðja,
kvennanefndin, Bryndís, Fjóla og Elsa