Endurnýjun á æfingasvæðinu

Nesklúbburinn Almennt

Töluverð endurnýjun hefur orðið á æfingasvæðinu í vor.  Búið er að skipta um mottur og eru þær nýju töluvert stærri en þær sem fyrir voru.  Einnig er búið að skipta gömlu boltunum út fyrir nýja.  Ákveðið var að fara í aðra tegund af boltum og varð Pinnacle fyrir valinu, en þeir eiga að vera bæði betri og endingarmeiri fyrir hinn almenna kylfing.