Kvennamót 17. maí – úrslit

Nesklúbburinn Kvennastarf

Neskonur létu veðrið ekki á sig fá frekar en fyrri daginn þegar að fyrsta kvennamót sumarsins fór fram í gær.  Ansi napurt var og oft á tíðum bálhvöss norðanátt sem gerði konunum erfitt fyrir.  Engu að síður skráðu 29 konur sig til leiks og léku ýmist 9 eða 18 holur.  Leikið er eftir punktafyrirkomulagi í báðum keppnum en einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor brúttó á 18 holum.  Flesta punkta í 18 holu keppninni fékk Oddný Rósa Halldórsdóttir eða 33 punkta.  Í 9 holu keppninni voru þrjár jafnar með 19 punkta, þær Margrét Mjöll Benjamínsdóttir, Ásdís Lilja Emilsdóttir og Hulda Bjarnadóttir.  Eftir útreikninga var það Margrét Mjöll sem sigraði.  Besta skori á 18 holum náði Sigrún Edda Jónsdóttir en hún lék á 92 höggum.  Helstu úrslit urðu annars eftirfarandi:

18 holur – punktakeppni:

1. sæti – Oddný Rósa Halldórsdóttir – 33 punktar

2. sæti – Sigrún Edda Jónsdóttir – 32 punktar

3. sæti – Áslaug Einarsdóttir – 31 punktur

9 holur – punktakeppni:

1. sæti – Margrét Mjöll Benjamínsdóttir – 19 punktar

2. sæti – Ásdís Lilja Emilsdóttir – 19 punktar

3. sæti – Hulda Bjarnadóttir – 19 punktar

Besta skor á 18 holum:

Sigrún Edda Jónsdóttir – 92 högg

Nánari úrslit á golf.is.  Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín í veitingasölunni.