Val í sveitir NK 2011

Nesklúbburinn Almennt

FARIÐ VERÐUR EFTIR EFTIRFARANDI FYRIRKOMULAGI Í VAL SVEITA NESKLÚBBSINS FYRIR SVEITAKEPPNIR GSÍ 2011

A-sveit karla – 8 leikmenn:

Sveit Nesklúbbsins til þátttöku í Sveitakeppni GSÍ 2011 verður skipuð að hámarki 8 leikmönnum

–         5 leikmenn geta spilað sig inn í sveitina í gegnum Mótaröð GSÍ og Meistaramót klúbbsins.

–         Þjálfari velur 3 leikmenn.  Skal hann velja þá leikmenn í samráði liðsstjóra.

  • 3 efstu á Mótaröð GSÍ að loknu Íslandsmóti í höggleik spila sig inn í liðið
  • 2 efstu í Meistaramóti Nesklúbbsins spila sig inn í liðið
  • Verði um sömu menn að ræða í einhverjum tilvikum gefur 4. sæti á Mótaröð GSÍ og 3. sæti í Meistaramóti Nesklúbbsins þátttökurétt, þannig að fyrst er farið á GSÍ listann og síðan Meistaramótið.

A-sveit kvenna – 8 leikmenn:

Sveit Nesklúbbsins til þátttöku í Sveitakeppni GSÍ 2011 verður skipuð að hámarki 6 leikmönnum.

–         6 leikmenn geta spilað sig inn í sveitina í gegnum Mótaröð GSÍ og Meistaramót klúbbins.

–         Liðsstjóri í samráði við þjálfara klúbbsins velur 2 leikmenn.

  • 3 efstu á Mótaröð GSÍ að loknu Íslandsmóti í holukeppni spila sig inn í liðið
  • 3 efstu í Meistaramóti Nesklúbbsins spila sig inn í liðið
  • Verði um sömu konur að ræða í einhverjum tilvikum gefur 4. sæti á Mótaröð GSÍ og 4. sæti í Meistaramóti Nesklúbbsins þátttökurétt, þannig að fyrst er farið á GSÍ listann og síðan Meistaramót.
  • Til hliðsjónar við val á þeim tveimur leikmönnum sem liðstjóri velur skal horft til eftirfarandi móta:  Galvin Green (GR), Forval (NK), opin mót í GK, opin mót á Nesvellinum.  Einnig skal horfa til mótaraðar Neskvenna.

Piltar 18  ára og yngri – 6 leikmenn:

Sveit Nesklúbbsins til þátttöku í Sveitakeppni GSÍ 2011 verður skipuð að hámarki 6 leikmönnum.

–         4 leikmenn geta spilað sig inn í sveitina í gegnum unglingamótaröð GSÍ og Meistaramót klúbbins.

–         Þjálfari klúbbsins velur 2 leikmenn.

  • 2 efstu á Mótaröð GSÍ að loknu Íslandsmóti í holukeppni spila sig inn í liðið
  • 2 efstu í Meistaramóti Nesklúbbsins spila sig inn í liðið
  • Verði um sömu drengi að ræða í einhverjum tilvikum gefur 3 . sæti á unglingamótaröð GSÍ og 3. sæti í Meistaramóti Nesklúbbsins þátttökurétt, þannig að fyrst er farið á GSÍ listann og síðan Meistaramót.

Drengir 15  ára og yngri – 6 leikmenn:

Sveit Nesklúbbsins til þátttöku í Sveitakeppni GSÍ 2011 verður skipuð að hámarki 6 leikmönnum.

–         4 leikmenn geta spilað sig inn í sveitina í gegnum unglingamótaröð GSÍ og Meistaramót klúbbins.

–         Þjálfari klúbbsins velur 2 leikmenn.

  • 2 efstu á Mótaröð GSÍ að loknu Íslandsmóti í holukeppni spila sig inn í liðið
  • 2 efstu í Meistaramóti Nesklúbbsins spila sig inn í liðið
  • Verði um sömu drengi að ræða í einhverjum tilvikum gefur 3 . sæti á unglingamótaröð GSÍ og 3. sæti í Meistaramóti Nesklúbbsins þátttökurétt, þannig að fyrst er farið á GSÍ listann og síðan Meistaramót.

Stúlkur 18 ára og yngri – 6 leikmenn:

Sveit Nesklúbbsins til þátttöku í Sveitakeppni GSÍ 2011 verður skipuð að hámarki 6 leikmönnum.

–         4 leikmenn geta spilað sig inn í sveitina í gegnum unglingamótaröð GSÍ og Meistaramót klúbbins.

–         Þjálfari klúbbsins velur 2 leikmenn.

  • 2 efstu á Mótaröð GSÍ að loknu Íslandsmóti í holukeppni spila sig inn í liðið
  • 2 efstu í Meistaramóti Nesklúbbsins spila sig inn í liðið
  • Verði um sömu stúlkur að ræða í einhverjum tilvikum gefur 3 . sæti á unglingamótaröð GSÍ og 3. sæti í Meistaramóti Nesklúbbsins þátttökurétt, þannig að fyrst er farið á GSÍ listann og síðan Meistaramót.

Stúlkur 15 ára og yngri – 6 leikmenn:

Sveit Nesklúbbsins til þátttöku í Sveitakeppni GSÍ 2011 verður skipuð að hámarki 6 leikmönnum.

–         4 leikmenn geta spilað sig inn í sveitina í gegnum unglingamótaröð GSÍ og Meistaramót klúbbins.

–         Þjálfari klúbbsins velur 2 leikmenn.

  • 2 efstu á Mótaröð GSÍ að loknu Íslandsmóti í holukeppni spila sig inn í liðið
  • 2 efstu í Meistaramóti klúbbsins spila sig inn í liðið
  • Verði um sömu stúlkur að ræða í einhverjum tilvikum gefur 3 . sæti á unglingamótaröð GSÍ og 3. sæti í Meistaramóti Nesklúbbsins þátttökurétt, þannig að fyrst er farið á GSÍ listann og síðan Meistaramót.

Sveitakeppni eldri kylfinga, konur – 6 leikmenn:

Sveit Nesklúbbsins til þátttöku í Sveitakeppni GSÍ 2011 verður skipuð að hámarki 6 leikmönnum:

–         5 leikmenn geta spilað sig inn í sveitina á LEK mótum og í Meistaramóti klúbbsins.

–         Liðsstjóri í samráði við þjálfara klúbbsins velur 1 leikmann.

  • 3 efstu leikmenn NK á stigalista LEK að loknu síðasta viðmiðunarmóti fyrir sveitakeppni.
  • 2 efstu í Meistaramóti klúbbsins (miðað við fjóra leikna hringi)
  • Verði um sömu leikmenn að ræða í einhverjum tilvikum gefur 3. sæti í Meistaramóti klúbbsins og 4. sæti á stigalista LEK þátttökurétt, þannig að fyrst er farið eftir Meistaramóti og síðan stigalista LEK.

Sveitakeppni eldri kylfinga, karlar – 8 leikmenn:

Sveit Nesklúbbsins til þátttöku í Sveitakeppni GSÍ 2011 verður skipuð að hámarki 8 leikmönnum:

–         3 leikmenn geta spilað sig inn í sveitina á LEK mótum og í Meistaramóti klúbbsins.

–         Liðsstjóri í samráði við þjálfara klúbbsins velur 2 leikmenn.

  • 3 efstu leikmenn NK á stigalista LEK að loknu síðasta viðmiðunarmóti fyrir sveitakeppni.
  • 3 efstu í Meistaramóti klúbbsins (miðað við karlaflokk 55 – 69 ára).
  • Verði um sömu leikmenn að ræða í einhverjum tilvikum gefur 4. sæti í Meistaramóti klúbbsins og 4. sæti á stigalista LEK þátttökurétt, þannig að fyrst er farið eftir Meistaramóti og síðan stigalista LEK: