Er komið sumar?

Nesklúbburinn Almennt

Það var ekki margt sem benti til þess að komið væri sumar þegar að starfsmenn vallarins mættu til vinnu í morgun.  Hitamælirinn sýndi aðeins nokkrar gráður og ansi vetrarlegt út að horfa.  Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem tekin var af púttflötinni fyrir utan golfskálann rétt fyrir hádegi í dag, var ekki margt sem benti til þess að komið væri fram yfir miðjan maí og að golftímabilið væri hafið.