Styrktarmót unglinga á sunnudaginn – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt

Styrktarmót unglinga verður haldið á Nesvellinum á sunnudaginn.  Að öllu jafna hefur þetta mót verið haldið annan í hvítasunnu en sökum þess hve seint sá dagur ber upp var ákveðið að halda mótið núna um helgina.  Mótið er opið fyrir alla kylfinga og verður hámarksforgjöf gefin – karlar: 24 og konur: 36.  Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og fyrsta sæti í höggleik ásamt nándarverðlaunum á par 3 holum.  Skráning er hafin á golf.is