Ertu á leiðinni í golfferð – Tilboð í golfkennslu

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Hver vill ekki njóta golfferðarinnar betur í haust?  Það sem eftir lifir september og út október ætlum við að bjóða félagsmönnum upp á 20% afslátt af golfkennslu.  Tilvalið til að vera betur undirbúin/n í golfferðina eða ef þú vilt einfaldlega skerpa á því sem betur má fara í golfsveiflunni þinni fyrir veturinn.  Þið megið velja hvort kennslan fari fram á æfingasvæðinu úti á golfvelli eða í inniaðstöðunni á Nesvöllum.  Hafðu hraðar hendur því tíminn flýgur – tilboðið gildir eins og áður segir út október.

 

Tímapantanir:

Gummi: gudmundur@nkgolf.is, 849-1996

Maggi: magnus@nkgolf.is, 615-0700