Fimmtudagsmót á morgun

Nesklúbburinn Almennt

Á morgun, fimmtudaginn 30. júní fer fram fimmtudagsmót á Nesvellinum.  Mótið er opið öllum kylfingum klúbbsins og er hægt að hefja leik hvenær sem dagsins á bilinu 09.00 til 19.00.  Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni og einnig fyrir besta skor.  Fyrstu tveimur fimmtudagsmótunum í sumar var frestað vegna veðurs en nú verður leikið enda veðurspáin ansi góð.  Nesklúbbfélögum gefst kostur á að taka með sér gest í mótið sem þá greiðir þátttökugjald en getur ekki unnið til verðlauna.  Þátttökugjald er kr. 2.000.