Fréttir af Óla Lofts

Nesklúbburinn Almennt

Ólafur Björn Loftsson, okkar fremsti afrekskylfingur, stundar eins og flestir vita nám í Bandaríkjunum samhliða því að æfa og keppa í golfi fyrir háskólann í Charlotte í Norður Karólínu fylki.  Undanfarið hefur Óli gengið í gegnum miklar og strangar æfingar með liði sínu þar sem hann hefur meðal annars staðið í sveiflubreytingum með aðstoð þjálfara sinna og gengið að eigin sögn nokkuð vel.

Charlotte háskólinn státar sig af því að eiga golflið í fremstu röð í Bandaríkjunum.  Á þessari önn hefur liðið tekið þátt í þremur mótum, lenti í 3. sæti í fyrsta mótinu, 8. sæti í öðru mótinu og 6. sæti í síðasta móti.  Vill Óli meina að lítið þurfi til að ná ofar og að þeir séu orðnir leiðir á því lenda ofarlega án þess þó að vera virkilega að blanda sér í baráttu um sigur.  Segir hann að það hafi síður en svo verið auðvelt að fylla það skarð sem Corey Nagy skildi eftir, en hann er einn besti kylfingur sem Charlotte hefur haft og útskrifaðist úr skólanum í fyrra. Liðið hefur þó marga sterka kylfinga og eru væntingarnar miklar fyrir þetta tímabil.

Árangur Óla í ofangreindum mótum hefur verið ásættanlegur þó hann vilji og telji sig að sjálfsögðu eiga heima ofar á skortöflunni.  Ólafur lenti í 9. sæti í fyrsta mótinu þar sem að hann var í þriðja sæti fyrir lokahringinn.  Í öðru mótinu endaði hann um miðjan hóp eftir erfiða byrjun og svo í 28. sæti í þriðja mótinu.

Fyrirkomulag keppni í háskólagolfi í Bandaríkjunum er margslungið.  Verður á næstu dögum reynt að færa það yfir á íslenskt mannamál hér á síðunni með aðstoð Óla og svo verður að sjálfsögðu fylgst með árangri hans og liðsins í þeim mótum sem eftir eru í vor.

Óli hóf keppni a Irish Creek Collegiate golfmótinu um helgina sem haldið er á heimavelli Charlotte skólans og hafa þeir þar titil ad verja i liðakeppninni. Á siðasta ári lenti Óli i 2. sæti i einstaklingskeppninni, aðeins einu höggi á eftir Corey Nagy og er að hans sögn mikil stemmning i liðinu ad endurtaka leikinn frá þvi i fyrra.

Hægt er að að lesa nánar um mótið á eftirfarandi slóð.

http://www.charlotte49ers.com/ViewArticle.dbml?DB_OEM_ID=23200&ATCLID=205131329