Úrslit í púttmóti dagsins

Nesklúbburinn Almennt

Glæsilegt skor leit dagsins ljós í næst síðasta púttmóti vetrarins sem haldið var í dag og að öllum líkindum staðarmet þó ekki hafi það nú fengið staðfest enn.  Dagur Jónasson sem þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika á sigri í heildarkeppninni lék holurnar 18 á 11 höggum undir pari.  Hann lék fyrri 9 holurnar á 4 höggum undir pari og síðari 9 holurnar á 7 höggum undir pari eða á einungis 11 höggum sem er frábær árangur.  Í öðru sæti var Haukur Óskarsson á 29 höggum og í þriðja sæti Steinn Baugur Gunnarsson, einnig á 29 höggum.  Næsta sunnudag, þann 17. apríl, verður lokapúttmót vetrarins á milli kl. 11.00 og 13.00 að venju.  Í beinu framhaldi verður svo úrslitamótið en þar hafa þátttökurétt þeir sem hafa endað í þremur efstu sætunum í einhverju af mótum vetrarins.  Úrslit dagsins urðu annars eftirfarandi:

12 stig – Dagur Jónasson

10 stig – Haukur Óskarsson

8 stig – Steinn Baugur Gunnarsson

6,5 stig – Valur Guðnason

6,5 stig – Ágúst Þorsteinsson

5 stig – Jónas Hjartarson

4 stig – Gunnar Halldórsson

3 stig – Óskar Dagur Hauksson

2 stig – Grímheiður Jóhannsdóttir

1 stig – Dagný Oddsdóttir

Staðan í heildarkeppninni eftir mót dagsins er því eftirfarandi:

1. sæti – Dagur Jónasson – 93,5 stig

2. sæti – Valur Guðnason – 88 stig

3. sæti – Guðmundur Örn Árnason – 81,5 stig

4. sæti – Nökkvi Gunnarsson – 62 stig

5. sæti – Ágúst Þorsteinsson – 54 stig

6. sæti – Haukur Óskarsson – 46,5 stig

7. sæti – Arnar Friðriksson – 36 stig

8. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson – 29 stig

9. sæti – Steinn Baugur Gunnarsson – 24,5 stig

10. sæti – Gunnlaugur Jóhannsson – 23 stig