Getraunakaffi og púttmót um helgina

Nesklúbburinn Almennt

Á morgun verður getraunakaffi úti í golfskála á milli kl. 11.00 og 13.00.  Vegna slæmrar veðurspár verður ekki golfmót en það verður að sjálfsögðu reynt að viku liðinni ef veður leyfir.

Á sunnudaginn fer svo næst síðasta púttmótið fram í Laugardalshöllinni á milli kl. 11.00 og 13.00.

Allir félagsmenn hvattir til þess að mæta á þessa viðburði og styrkja gott málefni í leiðinni.

Unglinga- og mótanefnd